Þriðjudagur 10. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Klausturkarlinn Ólafur Ísleifsson hjólar í Ingu Sæland: „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmaður Flokks fólksins, telur Ingu Sæland, sinn fyrrverandi formann, standa fyrir atlögu að því fólki sem á lífeyrissjóðina. Hann fordæmir væntanlegt samstarf Viðreisnar og Samfylkingar við Ingu og flokk hennar.

„Tveir flokksformenn standa í viðræðum um ríkisstjórn við formann flokks sem krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða, vinnandi fólk og fólk horfið af vinnumarkaði. Atlagan felur í sér að 90 milljörðum króna verði rænt af fé þessa fólks aflað hörðum höndum og kjör þeirra á efri árum skert að sama skapi,“ skrifar Olafur Ísleifsson á Facebook.

Hver og einn getur metið langlífi slíkrar stjórnar

Ólafur var á sínum tíma rekinn úr Flokki fólksins eftir að hafa átt í ráðabruggi með þingmönnum Miðflokksins á Klausturbar. Hallarbylting og sameining Miðflokks og Flokks fólksins lá í loftinu án samráðs við formanninn. Samkvæmið var tekið upp og birtist alþjóð þar sem Ingu og fleirum var úthúðað. Ólafur var þar ekki uppvís að hrakyrðum. Inga brást við með því að reka Ólaf og Karl Gauta Hjaltason úr flokknum. Þeir gengu á endanum í Miðflokkinn. Karl Gauti er kominn á þing aftur en Ólafur ekki. Hann sakar Ingu um að ætla að ræna fé af lífeyriseigendum til að færa sér þóknanlegu fólki.

„Fénu á að veita til fólks sem ekki hefur aflað sér lífeyrisréttinda en er þóknanlegt flokksformanninum. Hver og einn getur metið langlífi slíkrar stjórnar og viðbrögð kjósenda næst þegar gengið verður að kjörborðinu,“ skrifar Ólafur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -