Miðvikudagur 11. desember, 2024
6.8 C
Reykjavik

Klókir Húsvíkingar lokkuðu Óskarsverðlaunaakademíuna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni að að Húsavík hefur fengið gríðarlega athygli erlendra fjölmiðla allt frá því að Will Ferrel kom til Húsavíkur og gerði Netflix myndina Euro­vision Song Con­test: The Story of Fire Saga.  Eurovision-safn er í bígerð á og verða til að mynda búningar úr myndinni verða til sýnis á safninu, svo og blái kjóllinn hennar Jóhönnu Guðrúnar sem hún klæddist í öðru sætinu.

Og Óskarsverðlaunatilnefningin. Húsvíkingar létu ekki sitt eftir liggja til að skora á Óskarsverðlaunaakademíuna um að velja lagið í lokaúrslit skv. Vikublaðinu.  Hópur þeirra tók sig til undir forystu Örlygs Hnefils Örlygssonar, hótelstjóra og Eurovision-aðdáanda og gerðu myndband til að skora á akademíuna amerísku til að velja lagið.

Óskar eða Óskar

Óskar Óskarsson, aðalsöguhetja myndbandsins góða, er jafnframt eini Óskarinn á Húsavík samkvæmt söguþræðinum. Það ber að taka fram að Óskar Óskarsson er skálduð persóna en það er enginn annar en Sigurður Illugason, einn ástsælasti leikari Húsavíkur, sem fer með hlutverk hans. Hann sagðist vera ákaflega spenntur fyrir því að fá annan Óskar í bæinn.

„Já ég er mjög ánægður ef það kemur annar Óskar en vissulega þarf að vanda valið,“ segir hann og hlær góðlátlega.

Jarðskjálftar og eldgos eiga engan séns hvað varðar athygli

- Auglýsing -

„Sama hvernig fer, þá getum við vel við unað. Þetta lag er náttúrlega búið að vera þvílík kynning fyrir okkur hér á Húsavik. Ég gúggla Húsavík svona 30 sinnum á dag og það kemur alltaf eitthvað nýtt inn. Húsavík er að fá mjög mikla athygli þessa dagana. Það er engin staður á landinu sem fær meiri athygli, þrátt fyrri jarðskjálfta og yfirvofandi eldgos á Suðvestuhorninu,“ segir Örlygur kampakátur í viðtalii við Vikublaðið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -