Sunnudagur 19. janúar, 2025
0.5 C
Reykjavik

Klúðrið með „Milljarðahöllina“ í Garðabæ: Bæjarfulltrúi segir þetta dæmi um einangrunarstefnu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta mál kemur kannski ekki svo á óvart þegar horft er almennt til þeirrar einangrunarstefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn vinnur eftir í sinni sýn á uppbyggingu Garðabæjar,“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans frá árinu 2018.

Frétt Mannlífs um byggingu „Milljarðarhallarinnar“ í Garðabæ í gær vakti mikla athygli og hefur mörgum blöskrað að ekki sé hægt að spila landsleiki né leiki í efstu deildum karla og kvenna í húsi sem kostar fimm milljarða vegna þess að lofthæð er of lítil.

Sara Dögg segir í samtali við Mannlíf að það sé „afar áhugavert að sjá meirihlutann hafa meðvitað tekið ákvörðun sem þessa sem hamlar ekki einungis nýtingarmöguleikum heldur líka tekjumöguleikum við jafn kostnaðarfrekt mannvirki sem þetta fjölnota íþróttahús er.“

Sara Dögg segir þó að klúðrið í kringum „Milljarðahöllina“ hafi ekki komið henni mikið á óvart.

Klúðrið varðandi „Milljarðahöllina“ í Garðabæ kemur Söru Dögg ekki á óvart.

 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í meirihluta í Garðabæ frá því elstu menn og konur muna; hafa í raun haft öll völd á hendi sér áratugum saman í þessu sjötta stærsta sveitarfélagi Íslands, sem í dag telur rétt tæplega sautján þúsund manns.

- Auglýsing -

Sara Dögg segir „að Garðabær hefur alla burði til að verða enn öflugri og enn fjölbreyttari en lagt er upp með hjá meirihlutanum hér í bæ“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -