Glæstur sigur Höllu Tómasdóttur í forsetakosningunum hefur orðið til þess að velt hefur verið upp ýmsum hliðum á kosningabaráttu hennar. Þess að meðal er að hún var gjarnan með hálsklút á seinni stigum baráttunnar. Þetta breyddist út á meðal stuðningsmanna hennar og varð að einkennismerki stuðningsmannahers hennar. Klútabyltingin var hafin.
Hálsklútar og slæður af ýmsu tagi hafa gjarnan verið notaðir til að hylja ellimörk sem fram koma óumflýjanlega fram á hálsi fólks. Þessu var þó ekki þannig varið í tilfelli Höllu sem glímdi við kvefpest og lagði þess vegna klút um háls sér. Þetta upplýsti hún aðspurð. Hálsklúturinn er nú orðinn að einkennismerki hennar rétt eins og buff Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, forðum …