Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2 C
Reykjavik

Knapinn Jóhann Rúnar Skúlason nauðgaði 13 ára barni árið 1993: „Ég hágrét allan tímann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og Mannlíf greindi nýverið frá þá var landsliðsmaðurinn í hestaíþróttum, Jóhann Rúnar Skúlason, kærður og sakfelldur fyrir heimilisofbeldi í Danmörku.

Þrátt fyrir það hélt hann sæti sínu í landsliðinu.

En Jóhann Rúnar hefur áður komist í kast við lögin, ekki bara í Danmörku, heldur hér á Íslandi.

Í september árið 1994 var Jóhann Rúnar sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands vestra fyrir að hafa nauðgað 13 ára gömlu barni, stúlku. Mannlíf hefur dóminn undir höndum.

Nauðgunin átti sér stað í bíl árið 1993:

Mánudaginn 30. ágúst 1993 kl. 14.30 kom stúlkan Y, 13 ára gömul, ásamt móður sinni á lögreglustöðina á B og kærði ákærða fyrir nauðgun sem hún kvað hafa átt sér stað aðfaranótt 20. s.m. Ákærði var handtekinn og tekin af honum skýrsla hjá lögreglu þá um kvöldið.

- Auglýsing -

Þá kemur fram hvernig Jóhann Rúnar hitti fórnarlamb sitt og einnig að hann hafi boðið fórnarlambinu að keyra hana heim:

Ákærði skýrir svo frá að hann hafi verið við vinnu í versluninni E á B umrætt kvöld. Stúlkan Y hafi komið í verslunina ásamt vinum sínum og verið þar dágóða stund eða allt fram að lokun verslunarinnar. Y hafi m.a. skoðað myndbandsspólur í rekka þar inni og hafi ákærði bent henni á góðar myndbandsspólur. Þar hafi Y gefið honum undir fótinn m.a. með því að núa sér utan í hann. 

Kemur fram í dómnum að Jóhann Rúnar vissi hvað stúlkan væri gömul:

- Auglýsing -

Ákærði kveður þau hafa talað eitthvað saman á leiðinni. Hann hafi m.a. spurt hana að nafni og einnig hvað hún væri gömul. Þeirri spurningu hafi hún svarað á þá leið „að það skipti engu máli, hún (væri) nógu gömul“

Eftir að Jóhann Rúnar hafði ekið dágóða stund með fórnarlambinu fór harka að færast í leikinn í bifreiðinni:

Þá kveður hún ákærða hafa reynt að hafa samfarir við sig og sett getnaðarlim sinn inn í kynfæri sín. Kvaðst Y hafa fundið fyrir samfarahreyfingum en ákærða hafi þó ekki orðið sáðfall. Kvaðst Y hafa verið stíf af hræðslu við ákærða og ekki þorað að mótmæla honum í neinu og gert það sem hann bað um. Nánar aðspurð um atburðina út í A sagði Y svo frá fyrir dómi „Ég man bara þegar hann klæddi mig úr og ég man ekki röðina alveg. Ég man bara þegar hann fór að reyna að hafa samfarir með mér. Ég sagði honum að gera þetta ekki. Hann sagði mér að vera ekki svona stíf. Ég bað hann um að hætta þessu, grátbað hann um það. Hann hélt áfram. Svo hætti hann því. Ég man ekki hvort hann sagði ég nenni þessu ekki lengur eða eitthvað. Og þá puttaði hann mig. Ég hágrét allan tímann. Svo bað hann mig um að runka sér. Ég sagði ekki neitt. Ég bara gerði það. Og eftir það klæddi ég mig“. Í framburði Y kemur einnig fram, að þegar hún hafi verið að klæða sig hafi hún orðið vör við blóð á líkama sínum, fötum og í sæti bifreiðarinnar. Hafi hún þurrkað sér með handklæði sem hún hafði meðferðis. 

Unga stúlkan fór í skoðun hjá lækni tveimur dögum eftir nauðgunina:

Í málinu liggur frammi greinargerð J kvensjúkdómalæknis og K, barnalæknis, dags. 30. september 1993, varðandi Y. Greinargerðin er svohljóðandi: “ Um er að ræða 13 ára gamla stúlku sem er innlögð á Barnaspítala Hringsins að beiðni heilsugæslulækna á B þ. 01 09 93 til rannsóknar vegna nauðgunar sem stúlkan mun hafa orðið fyrir 27.08.93. Mun ekki hafa látið foreldra eða neinn annan vita um atburðinn fyrr en 2 dögum fyrir komu á deildina og rannsókn þá strax hafin. 

Stúlkan hefur eðlilega fyrri heilsufarssögu, blæðingar hófust fyrir um það bil 1 ári og hafa verið nokkuð reglulegar. 

Daginn eftir komu fór stúlkan í kvenfræðilega skoðun hjá J, kvensjúkdómalækni. Í samtali við hana upplýsir stúlkan að maðurinn hafi farið með getnaðarliminn upp í leggöng, það hafi verið slæmt og blætt. Veit ekki hvort um sáðlát hafi verið að ræða, telur að hann hafi ekki notað verjur.

Jóhann Rúnar var fundinn sekur um að hafa brotið kynferðislega gegn 13 ára stúlkubarni:

DÓMSORÐ: 

Ákærði, X sæti fangelsi í fjóra mánuði, en fresta skal fullnustu þriggja mánaða af refsingunni og hluti hennar niður falla, liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði, almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955

Ákærði greiði allan sakarkostnað.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -