Kolbeinn Sigþórsson og Rúnar Már Sigurjónsson eru þeir tveir leikmenn sem voru í upphaflegum landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í undankeppni HM, sem verða ekki með í verkefninu sem hefst eftir tvo daga.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs var Kolbeini einfaldlega vísað úr hópnum eftir að Mannlíf fjallaði um að hann væri leikmaðurinn sem hefði brotið á Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur sem steig fram í viðtali við RÚV á fimmtudaginn.
Rúnar Már mun hins vegar samkvæmt sömu heimildum hafa óskað eftir því sjálfur að fá að draga sig úr hópnum; ekki er enn vitað á þessari stundu hvers vegna svo er.
Von er á nánari skýringum frá KSÍ fljótlega.