Blaðakonan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar um „dólgsfemínisma“ í leiðara Fréttablaðsins í dag.
Kolbrún Bergþórsdóttir skifar um þá femínista sem skaða femíniska málstaðinn í staðin fyrir að vinna honum gagn með því að setja sig strax í „árásarstellingar“.
Hún kallar þessa femínista „dólgafemínistar“ og tekur Hildi Lilliendahl sem dæmi um einn slíkan. „Hildur Lilliendahl er ein af þeim dólgafemínistum sem stendur vaktina af mikilli samviskusemi. Orði einhver hlutina ekki nákvæmlega eins og henni líkar fær sá hinn sami yfirhalningu sem síðan er yfirfærð á hóp karlmanna sem eru afgreiddir eins og þeir séu fremur viðbjóðsleg fyrirbæri, sannir skaðvaldar í þessum heimi,“ skrifar Kolbrún meðal annars.
Kolbrún endar leiðara sinn á að minnast á Twitter-færslu Hildar þar sem hún birtir myndir af fyrrverandi ráðherrum undir yfirskriftinni „Ríða, drepa, giftast?“.
„Konum er þarna gefið val um hvað þær vilja gera við þá. Enginn þarf að efast um að ef karlmaður hefði birt myndir af þekktum konum með þessari sömu yfirskrift hefði hann kallað yfir sig almenna fordæmingu og verið stimplaður sem kvenhatari af verstu sort.“
Ríða drepa giftast? pic.twitter.com/NeDhM7pgkI
— Hildur ♀ (@hillldur) April 29, 2019