Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Kolbrún segir ummæli Þórdísar lýsa hroka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forseti sveitarstjórnar Norðurþings telur ummæli sem meðlimur í Leikhópnum Lottu viðhafði um Raufarhöfn og Kópasker lýsa hroka gagnvart landsbyggðinni. Hún segist vera ánægð með að leikhópurinn skuli hafa beðist afsökunar.

„Það er glatað að láta svona hluti út úr sér, þótt þarna sé verið að grínast,“ segir Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, forseti sveitarstjórnar Norðurþings, í samtali við Mannlíf, um ummæli sem meðlimur í Leikhópnum Lottu lét falla um Raufarhöfn og Kópasker á samélagsmiðlum um helgina.

Sjá einnig: Hótað lífláti og nauðgun vegna ummæla um Kópasker og Raufarhöfn

Leikhópurinn sem hefur verið að ferðast um landið með barnaleikrit um Bakkabræður var staddur á austanverðu landinu um helgina og kom við á Raufarhöfn og Kópaskeri. Þar lét Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, leikkona og meðlimur leikhópsins, eftirfarandi ummæli falla á Instagram. „Jæja þá erum við búin að koma á helv.. Kópasker,“ skrifaði hún og bætti um betur. „Keyrðum á Kópasker og Raufarhöfn bara til að geta krossað það út af listanum, mæli alls ekki með að koma hingað, bara alls alls ekki gera það,“ skrifaði hún en DV fjallaði um málið.

„Það er kannski engin brjálæðisleg hugsun í gangi með þessum ummælum, þetta átti að vera fyndið en lýsir í raun hroka gagnvart landsbyggðinni.“

Ummæli Þórdísar hafa vakið hörð viðbrögð og þurfti leikhópurinn Lotta að senda frá yfirlýsingu þar sem hópurin kveðst harma orð hennar. Segist Kolbrún Ada vera ánægð með viðbrögð leikhópsins og eins að leikkonan skuli hafa beðist afsökunar. „Það er kannski engin brjálæðisleg hugsun í gangi með þessum ummælum, þetta átti að vera fyndið en lýsir í raun hroka gagnvart landsbyggðinni. Maður getur bara ekki leyft sér hvað sem er þegar maður er í leikhóp og með marga fylgjendur. Þá getur maður ekki sett svona staðhæfingar fram á opinberum vettvangi nema taka ábyrgð. Ég er ánægð með að hún hafi séð að sér og áttað sig á því að hún gerði mistök. Ég vona að hún læri af þessi,“ segir Kolbrún Ada.

Byggð í viðkvæmri stöðu

- Auglýsing -

Raufarhöfn hefur frá árinu 2012 verið aðili að verkefninu Byggðarstofnunar sem kallast Brothættar byggðir og hefur það að markmið að styðja við byggð og stöðva fólksfækkun í smærri byggðakjörnum og sveitum á Íslandi. Kolbrún Ada segir því ljóst að Raufarhöfn sé í viðkvæmri stöðu.

Spurð hvort ummæli eins og þessi þar sem fólk er hvatt til að halda sig fjarri Raufarhöfn séu ekki eins og blaut tuska í andlitið vill hún ekki svara því beint. „Hins vegar má alveg koma fram að Raufarhöfn hefur verið aðili að þessu verkefni og að á Öxarfirði hefur verið í gangi verkefni sem kallast Öxarfjörður í sókn. Bæði verkefni hafa gefið góða raun, það er búið að vera mikill kraftur í fólki, mikil framtakssemi í gangi, en nú er þessum verkefnum að ljúka og þá er spurning hvað tekur við. Auðvitað þýðir ekki að vera með tímabundin verkefni og svo engin plön um áframhaldandi vinnu og uppbyggingu. Ef við viljum halda byggð í landinu verðum við að leggja eitthvað á okkur. Ríkið þar að stíga betur inn í þetta,“ segir hún.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -