„Sautjánda júní hátíðarhöldin í Litháen tókust vel, íslenski fáninn blakti alls staðar við á Íslandsstræti,“ segir Kolfinna Baldvinsdóttir í færslu á Facebook og bætir við:
„Íslensk tónlist, stuttmyndir og íslenskur bjór; hundruðir gesta að þakka Íslandi stuðninginn við þeirra sjálfstæðisbaráttu.“
Faðir Kolfinnu, Jón Baldvin Hannibalsson „var hátíðargestur à þessu þrjátíu ára sjálfstæðisafmæli Litháa og gaman að sjá þá öldunga, pabba og Landsbergis, sjálfstæðishetju þeirra, koma saman á ný – sem þeir gera þó að vísu næstum því árlega – og rifja upp gamlar sögur úr baráttunni; nú í „debatti“ sem stóð í klukkutíma á sviðinu við Íslandsstræti; stýrt af dagskrárgerðarstjóra ríkissjónvarpsins,“ segir Kolfinna og heldur áfram:
„Nú taka við „visitasiur“ – að hitta núverandi ríkisstjórn, og fyrirlestrar í háskólanum þar sem pabbi er heiðursdoktor.“
Hún nefnir að „Takk Ísland hátíðin“ – „Aciu Tau Islandija“ sé haldin árlega og „tilvalið tækifæri fyrir Íslendinga að heimsækja fallegu Vilníus, þar sem Íslendingar njóta sérstakrar aðdáunar.“