Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Kolsvört skýrsla um réttargeðdeild Klepps: Deildarstjóri sendur í leyfi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Deildarstjóri öryggis- og réttargeðdeildar Landsspítala Kleppur hefur verið sendur í ótímabundið leyfi frá störfum. Þessu greinir RÚV frá. Nanna Briem, forstöðumaður geðþjónustu Landspítala staðfesti í viðtali við fréttastofu í dag að deildarstjóra hefði boðist leyfi meðan á skoðun Landlæknis á starfsemi réttargeðdeildar stæð yfir.

Mikið hefur verið fjallað um aðbúnað þann sem sjúklingar á réttargeðdeild Kleppi búa við og það linnulausa andlega obeldi, þvinganir og harðvítugar refsingar en það var Geðhjálp sem lagði fram greinargerð þar að lútandi.

Sigmundur Árnason ræddi við Mannlíf gær og sagðist óttast mögulegar afleiðingar þess að hafa stigið fram fyrir hönd bróður síns, sem er vistaður á réttargeðdeild Kleppi.

Sjá einnig: Sigmundur: „Þetta var svona – já, einmitt! Enn einn geðsjúklingurinn dauður“

Kom meðal annars fram í kolsvartri skýrslu Geðhjálpar, sem byggir á ábendingum núverandi og fyrrverandi starfsmanna á réttargeðdeild Klepps að aðstæður væri hræðilegar á öryggis- og réttargeðdeild. Lyfjaþvinganir, ógnarstjórnun og gríðarlegur samskiptavandi væri ríkjandi í málefnum sjúklinga.

Í greinargerð Geðhjálpar fyrr á þessu ári kom fram að aðbúnaður sjúklinga á réttargeðdeild fari þvert á lög um réttindi og aðbúnað sjúkling og að skráningu á þeim tilvikum þegar sprauta þurfi fólk nauðugt með geðrofslyfjum, sé ekki alltaf skráð, en skylt er samkvæmt lögum að skrásetja slíkt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -