- Auglýsing -
Kolvitlaust veður er í uppsiglingu um allt land í dag og á morgun. Björgunarsveitir og lögregla um allt land verða á viðbúnaðarstigi og lagt er að fólki að gæta varúðar. Reiknað er með miklum vindi og úrkomu.
Flugfélögin hafa aflýst fjölda ferða í dag vegna yfirvofandi veðurs. Morgunblaðið hefur eftir veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands að það stefni í versta veður ársins. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir allt landið.
Reiknað er með að veðrið gangi niður á morgun, fimmtudag.