Miðvikudagur 30. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Kom í heiminn skælbrosandi eftir erfiða fæðingu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Angel Taylor, 33ja ára kona frá Bremerton í Washington-fylki í Bandaríkjunum, var sett um miðbik mars mánuðar, en þurfti óvænt að leggjast inná sjúkrahús, ólétt af sínu þriðja barni, þann 5. mars vegna þess að blóðþrýstingur ófædda barnsins var orðinn lífshættulega lágur. Angel og maður hennar þurftu því að pakka saman í flýti, þar sem þau höfðu ekki búist við nýja barninu fyrr en rúmri viku síðar.

„Við fórum heim og hlupum um eins og hauslausar hænur – við héldum að við ættum eina viku í viðbót! Ég var ekki búin að setja bílstól í bílinn, ég var ekki búin að pakka,“ segir Angel í viðtali við tímaritið People.

Slakur Sullivan.

Angel var lögð inná spítala þann 5. mars eins og áður segir og settu læknar hana af stað með litlum hormónaskömmtum. Hin börn Angel höfðu komið í heiminn með keisaraskurði og því höfðu læknar áhyggjur af því móðurlífið myndi rofna ef fæðingin færi of harkalega af stað.

„Læknirinn vissi að þetta myndi taka tíma og hann vildi ekki koma þessu of harkalega af stað. Hann vildi að við værum örugg,“ segir Angel. Að kvöldi fimmtudagsins 8. mars var hún aðeins komin með fjóra í útvíkkun.

„Þetta var klárlega tilfinningaríkt ferli. Þetta var svo langt og erfitt,“ segir Angel sem fékk að heyra að barnið kæmi í heiminn það kvöldið með keisaraskurði.

Falleg stund.

„Það var erfitt fyrir þau að ná honum út. Hann var alveg fastur þarna inni,“ segir Angel um soninn Sullivan.

Svo var það klukkan 23.24 að Sullivan kom loksins í heiminn, en ljósmyndarinn Laura Shockley náði dásamlegri mynd af þeirri stund. Á myndinni sést Sullivan sultuslakur teygja sig í allar áttir skælbrosandi.

- Auglýsing -

„Mér fannst þetta svo fyndið því hann var svona í kviðnum. Hann var alltaf að teygja sig. Við sögðum oft við hann: Þú færð miklu meira pláss að teygja þig þegar þú kemur út. Og það var nákvæmlega það sem gerðist þegar hann fæddist. Þetta var mikill léttir. Við höfðum áhyggjur af því hvernig hann myndi standa þig. Hann var í mjög góðu ásigkomulagi,“ segir Angel.

Heilbrigður drengur.

Angel og Sullivan fengu að fara heim af spítalanum nokkrum dögum síðar, en Angel hélt myndbandsdagbók af meðgöngunni á YouTube undir heitinu Making Baby Taylor.

Myndir / Laura Shockley

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -