Miðvikudagur 25. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Kominn tími á að Aron rísi upp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska liðinu á eftir að ganga vel á HM, að mati Sigurðar Sveinssonar, fyrrum landsliðsmanns í handbolta. Hann telur að HM 2019 komi til með að verða mikil reynsluferð fyrir yngstu leikmennina í liðinu.

„Það er gott að við erum með svona marga unga góða leikmenn sem eru að fá sína vígslu á stórmóti, það hjálpar okkur í framtíðinni. Þetta verður mikil reynsluferð fyrir þá,“ bendir Sigurður á. „Reyndar vantar aðeins upp á hæðina hjá sumum leikmönnum. Ekki að það skipti öllu, þeir munu pluma sig vel þarna úti.“

Spurður út í vonarstjörnur liðsins segir Sigurður að það sé orðið tímabært fyrir Aron Pálmarsson fyrirliða að rísa og sýna hvað í honum býr. „Hann er algjör lykilmaður og verður að draga vagninn. Þarf að vera leiðtogi, sýna þor og áræði og leikgleði, sem hefur vantað aðeins upp á hjá honum og rífa liðið með sér.“

Um aðrar vonarstjörnur liðsins segir hann að Gísli Þorgeir sé líklega eitt mesta efni Íslands í handbolta. Líkt og faðir hans, Kristján Arason, státi hann af miklum hæfileikum, búi yfir sprengikrafti og hafi góðan lesskilning í leiknum. Hann megi hins vegar skjóta meira á markið þar sem hann sé hörkuskytta. Nú sé bara spurning hvort Guðmundur Guðmundsson þjálfari þori að nota Gísla Þorgeir almennilega á mótinu.
Þá þurfi Ólafur Guðmundsson að hafa trú á sjálfum sér enda einn besti leikmaður Íslands bæði í sókn og vörn á góðum degi.

En hvað með t.d. Teit Örn? „Hann er úr þessari Selfossfjölskyldu sem hefur alið flottan hóp af leikmönnum. Þetta er feykilega efnilegur strákur, með mikinn sprengikraft og ágætur varnamaður. Vantar kannski aðeins upp á leikskilninginn. Guðmundur notar hann eflaust ekki fyrr en líður á og segir honum þá að bomba á markið.“

En Elvar Örn? „Góður varnarmaður sem hefur góðan skilning á ferlinu. Einn af skemmtilegustu alhliða handboltamönnum landsins. Minnir á Aron Pálmarsson þegar hann var yngri og gæti jafnvel orðið betri. Hann á örugglega eftir að verða einn af okkar betri leikmönnum þegar fram líða stundir.“

Haukur Þrastar: „Það er skemmtilegt hvað Haukur og þessir drengir eru ófeimnir við að taka af skarið og taka þátt. Ég spái því að hann komi inn á þegar við spilum á móti slakari liðum, eins og Japan og Bahrain til að hvíla lykilmenn.“

- Auglýsing -

Daníel: „Daníel er sterkur og með þyngdina í þetta. Hann er kominn með fína reynslu eftir að hafa spilað með Haukum og er bæði góður varnarmaður og skytta. Ég held að Guðmundur hugsi hann sem varnarmann.“

Sigvaldi: „Sigvaldi er búinn að sýna það í Noregi að hann er ekkert síðri en hinir. Hann er einn af þeim sem hefur sannað að hann er bæði góður hraðaupphlaupsmaður og hornamaður. Fljótur og nýtir færin vel. Við þurfum ekkert að óttast hans stöðu.“

Ýmir: „Valið á honum kom mér kannski mest á óvart. Mögulega hugsar Guðmundur hann í vörn, ég veit það ekki. Okkar línumenn vantar kannski að geta spila bæði vörn og sókn. Hann getur það hins vegar, en er svo ungur og óreyndur. Í ljósi þess hef ég áhyggjur af því að hann brjóti illa af sér og verði mikið á bekknum.“

- Auglýsing -

Ómar Ingi: „Hann hefur sannað í Danmörku að hann hefur bæði gott leikauga og er hörku skytta. Nú verður hann að rísa upp og átta sig á því að hann er einn af okkar lykilmönnum.“

Sigurður segist á heildina lítast vel á liðið, hann hafi kannski einna helst áhyggjur af markvörslunni „Já, Björgin verður að sýna hvað í honum býr,“ segir hann ákveðinn. „Markvarslan þarf að batna. Annars vinnst þetta með því að skora fleiri mörk en andstæðingurinn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -