Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Menn slógust í sköflunum í miðbænum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan var kölluð til vegna slagsmála í tvígang seint í gærkvöldi. Á öðrum staðnum höfðu allir látið sig hverfa þegar lögregla kom á vettvang en á seinni staðnum var einn handtekinn. Maðurinn neitaði að segja lögreglunni nafn sitt og var hann látinn gista bak við lás og slá.

Um það bil tveimur tímum síðar barst tilkynning um líkamsárás í Vesturbænum.
Þá datt einstaklingur í jörðina í Mosfellsbæ og var hann talinn rotaður. Hann komst sem betur fer fljótt til meðvitundar aftur en var fluttur á Bráðadeild til skoðunar.
Enn einn daginn var færðin erfið á höfuðborgarsvæðinu og varð þriggja bíla árekstur í Hlíðunum. Engin slys urðu á fólki en allir bílarnir voru fjarlægðir með dráttarbíl.
Ótryggður bíll var stöðvaður í miðbænum. Þegar lögregla ræddi við eiganda bifreiðarinnar tók hún þá ákvörðun að handtaka manninn en grunur lék á að hann væri undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -