Lögreglu barst í dag tilkynning um konu sem var með óhljóðum eftir að dottið í hálku. Við nánari skoðun reyndist hún vera óslösuð. „Tilkynnt öskrandi konu utandyra, reyndist hún hafa dottið í hálkunni en var þó óslösuð,“ segir í dagbók lögreglu.
Athugull borgari lét lögreglu vita af fíkniefnasala sem var á ferð í borginni. Lögreglan brá skjótt við og fann manninn. „Þegar lögregla kom á vettvang og skoðaði málið kom í ljós að tilkynningin var á rökum reist. Því ökumaðurinn reyndist vera með töluvert magn af meintum fíkniefnum sem og mikið magn peningaseðla í fórum sínum,“ segir í dagbókinni. Maðurinn mun sæta ábyrgð fyrir verknað sinn.
Tilkynnt um hnupl í verslunarmiðstöð. Þjófurinn var st aðinn að verki og málið afgreitt á vettvangi. Þá var tlkynnt um þjófnað úr verslun. Gerandinn var farinn af vettvangi. Þó er vitað hver sá er. Málið í rannsókn.