Lögreglan handtók konu í Hafnarfirði laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Konan er grunuð um umferðaróhapp og akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis auk fíkniefna / lyfja. Konan var vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Ekki urðu nein meiðsl á fólki.
Afskipti voru höfð af ökumanni bifreiðar í Kópavogi um 10 leytið í gærkvöldi. Bifreiðin var mæld á 125 km/klst þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hann var síðan sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Um hálffimmleytið í nótt var bifreið stöðvuð á Sæbraut og er ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur. Stuttu síðar var bifreið stöðvuð á Snorrabraut og er ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur án gildra ökuréttinda.
Um hálfeitt í nótt var bifreið stöðvuð í hverfi 110. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis + fíkniefna og hafði ekki gild ökuréttindi.