Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Kona hins látna í í Tor­revi­eja: „Það er ekki hægt með nokkru móti að verja þennan hrylling“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristín Guðmundsdóttir segist hafa sagt sannleikann þegar hún mætti í dómsal á Spáni í gær og rakti atburðarásina sem leiddi til þess að sonur hennar, Guðmundur Freyr varð sambýlismanni hennar að bana í Torrevieja á Spáni aðfararnótt sunnudagsins 12. janúar.

„Það er ekki hægt með nokkru móti að verja þennan hrylling.“ Þetta segir Kristín Guðmundsdóttir, móðir Guðmundar Freys Magnússonar sem ákærður er fyrir að verða sambýlismanni hennar, Sverri Olsen, að bana í spænska bænum Torrevieja, í samtali við Fréttablaðið. Kristín kveðst hafa sagt rakið atburðarásina í dómssal á Spáni í gær, hvernig sonur hennar ruddist inn á heimili þeirra sturlaður vegna fíkniefna, eins og því er lýst í greininni, og banaði sambýlismann hennar.

Í samtali við Fréttablaðið segir Kristín son sinn búinn að vera í neyslu í mörg ár. „Í slíku ástandi er sonur minn óþekkjanlegur og eitrið kallar fram illskuna.“

Að ódæðinu loknu hafi Guðmundur tekið lykla að bíl sem Kristín og Sverrir höfðu til umráða, en ekki geta keyrt burt þar sem hlið við húsið hafi verið lokað. Um leið og Guðmundur reyndi að opna hliðið segist Kristín hafa stokkið út, tekið lykilinn úr bílnum og læst. Viðurkennir hún að hafa verið logandi hrædd en í raun sama þó að hún myndi líka láta lífið.

Þá ítrekar Kristín að ekki hafi komið til átaka á milli Guðmundar og Sverris eins og fyrstu fréttir gáfu til kynna. „Það voru engin átök, sambýlismaður minn var myrtur með köldu blóði.“

Eins og áður hefur komið fram situr Guðmundur í gæsluvarðhaldi en ekki hefur fengist uppgefið hvers langt varðhaldið er og vill lögreglan á Spáni lítið tjá sig um málið vegna rannsóknarhagsmuna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -