Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Kona stakk mann með hnífi í Reykjavík – Lögregla braust inn á heimili til að veita aðhlynningu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Enn eitt hnífsstungumálið kom upp í Reykjavík í nótt þegar kona stakk mann. Hún var handtekin og læst inni í fangaklefa. Meiðsli mannsins eru ekki lífshættuleg.
Eftiurlýstur maður var handtekinn í Reykjavík. Lýst var eftir honum fyrir annað embætti. Hann var ekki viðræðuhæfur og hvílir í fangaklefa þar til rofar til í höfði hans.

Óskað eftir aðstoð lögreglu í matvöruverslun vegna þjófnaðar. Mál búðarþjófsins var afgreitt á vettvangi.

Lögregla fór til aðstoðar í gistiskýli þar sem skjólstæðingur var með æsing og sýndi ógnandi hegðun. Lögreglumenn leystu málið með samtali og róandi nærveru.

Ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, vörslu fíkniefna og án ökuréttinda. Annar var gómaður fyrir akstur undir áhrifum áfengis örskömmu síðar.

Seinheppinn ferðamaður varð fyrir því að tösku stolið frá honum á hóteli.

Lögregla og slökkvilið brugðu skjótt við þegar tilkynnt var um lausan eld. Þetta reyndist þó vera misskilningur því þarna bvar um að ræða reyk frá grilli.

- Auglýsing -

Grunsamlegar mannaferðir áttu sér stað í Kópavogi. Lögreglan fór á stúfana en maðurinn fannst ekki.

Sjúkralið var aðstoðað í útkalli vegna slyss inni á heimili.

Ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Hann var sviptur ökuréttindum.

- Auglýsing -

Lögregla fór í eftirlitsferð vegna vörslu og meðferðar skotvopna. Skotvopn og nokkur önnur vopn haldlögð.  Málið í rannsókn.

Sjúkralið var aftur aðstoðað í útkalli. Lögregla braut sér leið inn á heimili svo að sjúkraflutningsmenn gætu veitt aðhlynningu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -