Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Ofbeldismál verðlaunaknapans: „Stelpur innan hestabransans forðast Jóhann eins og heitan eldinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir að upp komst að besti knapi Íslands, líklega frá upphafi, Jóhann Rúnar Skúlason eigi að baki hrottalegan ofbeldisferil hefur heimur hestamanna hreinlega snúist á hvolf.

Eftir tvær greinar sem Mannlíf birti um voðaverk Jóhanns Rúnars Skúlassonar var hann rekinn úr hestalandsliði Íslands.
Fyrir suma í hestaheiminum koma þessar fregnir eins og þruma úr heiðskýru lofti enda Jóhann Rúnar einfaldlega stórstjarna í íslenska hestaheiminum; hefur unnið allt sem hægt er að vinna, margoft.
Á hinn bóginn eru það ansi margir sem segja að ofbeldisverk Jóhanns Rúnars hafi verið mörgum fullkunnugt um; en af því að hann hefur verið svo sigursæll þá hefur hingað til ekki þótt nægileg ástæða að berja konu og nauðga barni til að vísa honum úr landsliðinu – hvað þá tala opinskátt um það sem verið hefur á margra vitorði í áratugi; að stórstjarnan í íslenska hestaheiminum sé hrottalegur ofbeldismaður.
Enginn innan íslenska hestaheimsins hefur til viljað tjá sig um Jóhann Rúnar Skúlason og hefur blaðamaður Mannlífs rekist á marga veggi þöggunar; hins vegar eftir að málið komst í hámæli eftir umfjöllun Mannlífs og Jóhann Rúnar var rekinn úr landsliðinu með skömm hefur aðeins rofað til í þöggunarþokunni.
Kona sem ekki vill koma fram undir nafni samþykkti að svara nokkrum spurningum blaðamanns Mannlífs. Hún hefur verið í um 30 ár í hestamennskunni og verið í stjórnum og komið víða við í þessum oftast fallega heimi sem heimur íslenska hestsins er.
Af hverju hefur verið svona mikil þöggun í kringum mál Jóhanns Rúnars Skúlasonar, þegar það virðist deginum ljósara að margir vissu af afbrotaferli hans?
Hræðsla, já hræðsla. Sjálf heyrði ég af því að hann hefði hlotið dóm þegar hann var ungur, en vissi ekki að það hefði verið nauðgun á 13 ára barni. Síðan var því hvíslað að hann hefði verið dæmdur í Danmörku og rétt losnað við ökklabandið fyrir heimsmeistaramótið 2019.
Trúðir þú þessu um Jóhann Rúnar?
Já, og nei, erfitt að svara þessari spurningu. En, já, ég trúði þessu en af einhverjum ástæðum gerði ég ekkert í málunum og skammast mín fyrir það; maður var að vona að þetta væri bara bull og þvæla, í besta falli slúður. En þetta var óskhyggja hjá mér sem og meðvirkni. Þetta er bara eins og Ólafur Stefánsson hefði gert eitthvað viðlíka eftir silfrið á ÓL í handbolta árið 2008. Það vill enginn trúa svona þótt innst inni viti maður mögulega að þetta sé satt.
Hvað veldur slíku, meðvirkni og þöggun?
Þetta er ákveðinn lífsstíll, hestamennskan. Ákveðinn heimur í samfélaginu sem stendur oftast vel saman ef eitthvað kemur uppá, nema í þessu tilviki Jóhanns. Fólk, ég, vil að þetta skemmtilega áhugamál sé ekki uppfullt af ofbeldi og þöggun, og það er það auðvitað ekki. Allavega ekki alveg. En varðandi þetta mál þá féllum við öll á prófinu, létum fullyrðingar einhverra stórra karla um að allt tengt honum og ofbeldi væri bull.
Vildu segja mér hvaða einstaklingar það eru?
Nei, ekki núna. Vil ekki nafngreina að svo stöddu.
En vissu margir innan Landssambands Hestamannafélaga, stjórnarmenn og stjórnarkonur, aðrir keppendur, tamningafólk og landsliðseinvaldar sem og almennir hestaáhugamenn um vafasamt orðspor Jóhanns Rúnars?
Já, svo sannarlega! Þetta var altalað, eða alhvíslað, ef svo mætti segja. En enginn þorði að standa upp og slá í borðið og gera eitthvað; þar á meðal ég. Allir sem voru ofarlega í stjórnum til dæmis fyrir stóra mótið 2019 vissu að Jóhann hefði fengið dóm í Danmörku, samt var hann valinn, sem er hneysa og landssambandinu til ævarandi skammar.
Hvað er til ráða svo núverandi ástand breytist til hins betra?
Það verður að rannsaka málið ofan í kjölinn; stjórnin verður að svara fyrir sig og bara allir sem hafa komið nálægt vali hans í landsliðið og vitað af ofbeldisverkum Jóhanns. Ég ætla ekkert að fullyrða, en það er hvíslað mikið innan hestaheimsins að þessi tvö mál sem þið (Mannlíf) hafið sagt frá séu mun fleiri. En ég vil ekki fullyrða það, en það er mikið talað um það.
Ert þú og margir aðrir innan íslenska hestaheimsins hreinlega hrædd við Jóhann Rúnar Skúlason?
Af hverju?
Það er ekki þægilegt að vera nálægt honum, og margar stelpur innan hestabransans forðast hann eins og heitan eldinn. En hann býr auðvitað í Danmörku og er ekki alltaf hérna á Íslandi, en fólk, sérstaklega yngri stelpur, eru smeykar við hann.
Eitthvað annað við hann sem hræðir fólk?
Ég veit ekki hvað ég á að þora að segja, hann hefur aldrei gert mér eða mínum eitthvað, en það afsakar ekki gjörðir hans. Ég hef bara, eins og margir í bransanum, heyrt að hann eigi afar vafasama vini eða félaga úr undirheimunum, og ég þori ekki að nefna nöfn, en einn frægasti undirheimamaður Íslands er góður kunningi Jóhanns.
Viltu ekki segja hver það er?
Nei.
Hvað sérðu fyrir þér að muni gerast í kjölfar þessara tíðinda í hestaheiminum hér á landi?
Vonandi uppstokkun og gegnsæi. Það verður að ryðja úr vegi þessu mikla karlaveldi sem þessi heimur býr við, og þeirri þöggun og yfirhylmingu sem karlaveldinu fylgir.
Vonandi verður þetta mál til þess að ljósi verður varpað á öll skúmaskot, hvort sem er í hesthúsum, reiðhöllum og bara í hestasamfélaginu öllu, og reyndar bara í öllu okkar samfélagi almennt; það er komið nóg af þessum fréttum um menn sem berja og nauðga – en þeim fréttum mun ekki fara fækkandi ef gerendurnir hætta ekki þessu ógeði.
Svo hvet ég öll fórnarlömb til að segja frá þótt það sé erfitt; það er orðið auðveldara í dag að stíga fram og segja sögu sína og sækja sinn rétt. Mér finnst ég ekki vera í neinni stöðu til að segja fólki hvað skuli gera, þetta er svo nýtilkomið og ég er enn að jafna mig; en ég er afar ósátt við marga útaf þessum hræðilegu ofbeldismálum og þar á meðal er ég ósátt við sjálfa mig. En nú þurfum við að breyta um kúltúr – svona lagað gengur ekki lengur hvort sem það er knattspyrna, hestamennska eða eitthvað annað sport; þessu ofbeldi verður að linna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -