Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi mann sem hafði brotist inn í miðborg Reykjavíkur. Lögreglan fór með þjófinn í fangageymslu þar sem hann var vistaður vegna rannsóknar á málinu.
Þá barst lögreglu tilkynning um konu sem var með miklar óspektir og reyndist hún vera í annarlegu ástandi. Þegar lögreglan mætti á vettvang kom í ljós að konan hafði hníf á sér auk fíkniefna. Konan var tekin í fangageymslu eftir fyrrnefnt hátterni og vímuástands.
Umferðarslys varð á Reykjanesbraut þar sem um aftan á keyrslu var að ræða. Tveir aðilar voru fluttir til aðhlynningar á slysadeild en reyndust meiðsli sem betur fer minniháttar.