Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.2 C
Reykjavik

Konu hrint fyrir lest – Vagnstjórinn brást hárrétt við – Sjáðu myndbandið!

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karlmaður var á dögunum handtekinn af lögreglunni í Brussel, Belgíu um daginn eftir að hann hrinti konu fyrir járnbrautarlest í borginni. Morðtilraunin átti sér stað á Rogier-lestarstöðinni fyrir viku.

Fréttablaðið sagði frá málinu í gær.

Það varð konunni til happs að vagnstjórinn var vel vakandi og brást skjótt við og snarhemlaði og náði þannig að koma í veg  fyrir að lestin færi yfir konuna.

Konan slasaðist talsvert enda féll hún með höfuðið á brautarteinana en vegfarendur brugðust skjótt við líkt og vagnstjórinn og hlúðu að henni þar til lögreglan og sjúkraflutningamenn komu á staðinn. Talsmaður lestrarfyrirtækisins STIB, Guy Sablon, sagði við Brussel Times að vagnstjórinn hafi eðlilega orðið fyrir áfalli en hafi sýnt frábær viðbrögð.

Maðurinn sem hrinti konunni var handtekinn á annarri lestarstöð skammt frá Rogier-stöðinni og verður ákærður fyrir tilraun til manndráps. Ekki er vitað hvað maðurinn var að hugsa en ekki er talið að þau þekkist.

Hér fyrir neðan má sjá þetta ótrúlega atvik:

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -