Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

Konur af erlendum uppruna opnuðu Milljarð rís

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samtakamátturinn var allsráðandi í hádeginu í gær í Hörpu og víða um land. Fullt var úr dyrum í Norðurljósasalnum; konur, karlmenn og börn mættu á Milljarð rís um allt land og dönsuðu gegn ofbeldi gegn konum og stelpum. Í ár tileinkaði UN Women á Íslandi dansinn konum af erlendum uppruna sem þurft hafa að þola margþætta mismunun, kynferðislegt og líkamlegt ofbeldi.

„Stemningin hér í dag var algjörlega mögnuð og opnunaratriði kvenna af erlendum uppruna hreyfði svo sannarlega við fólki, það var ekki annað hægt að tárast yfir frásögnum kvennanna. Það er ekki á hverjum degi sem við upplifum samstöðuna líkt og hún birtist okkur í dag því hér í dag gafst almenningi tækifæri til að mótmæla ofbeldinu með gleði og dansinn að vopni,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.

Stemningin í Hörpu var ólýsanleg.

Er þetta í sjötta sinn sem UN Women í samstarfi við Sónar Reykjavík efnir til dansbyltingarinnar Milljarður rís. Dansað var víða um land í Hörpu, Akureyri, Seyðisfirði, Suðurnesjum, Neskaupstað, Hvammstanga, Borgarnesi, Egilsstöðum og á Höfn í Hornafirði.

Nichole Leigh Mosty steig á stokk.

Eva María Jónsdóttir, verndari UN Women á Íslandi ávarpaði viðstadda dansara í upphafi og minnti almenning einnig á sms-neyðarsöfnun UN Women Íslandi í þágu Róhingjakvenna en enn er hægt að leggja átakinu lið og senda sms-ið KONUR í 1900.

Eftirfarandi konur stigu á stokk: Nichole Leigh Mosty, Claudia Ashornie Wilson, Tatjana Latinovic, Eliza Reid, Laura Cervera og Elisabeth Lay.

Agndofa gestir.

Óvæntar stjörnur stigu á stokk í ár en Sísí Ey tók lagið auk þess sem Barakan Drum and Dance trommaði og tryllti dansara Hörpu í dag og sá svo sannarlega til þess að gestir fóru dansandi inn í helgina.

Hátíð í Hörpu.
Þvílíkur kraftur!

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -