Laugardagur 4. janúar, 2025
-5.2 C
Reykjavik

„Konur í stéttinni á Íslandi eru að vinna í frekar karllægum geira“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um helgina opnaði sýning sem ber yfirskriftina „Grafískar konur“. Á henni sýna 26 konur verk sín og ætlunin er að auka sýnileika kvenna sem vinna við grafíska hönnun á Íslandi.

Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir, sýningarstjóri, segir fjölbreytileika einkenna sýninguna enda var þemað frjálst.

Spurð nánar út í sýninguna segir Íris: „26 hæfileikaríkar konur taka þátt í sýningunni og eru verkin jafn margbreytileg og þau eru mörg. Sum verkin eru með pólitísku ívafi, önnur einstaklega kvenleg, öll eru þau sérstaklega falleg og greinilegt að hugmyndaauðgi ríkir innan stéttarinnar á Íslandi. Konur í stéttinni á Íslandi eru að vinna í frekar karllægum geira, en það er þó að breytast og margar konur komnar í flottar stöður til dæmis inni á auglýsingastofum.“

….öll eru þau sérstaklega falleg og greinilegt að hugmyndaauðgi ríkir innan stéttarinnar á Íslandi.

Íris er í félaginu „Grapíka Íslandica“ sem var stofnað á kvennafrídaginn 2017. Það er vettvangur fyrir konur í faginu til að tengjast. „Í fyrra settum við upp sýningu í Hafnarhúsinu þar sem merki félagsins var afhjúpað. Út frá því datt mér í hug að reyna að ýta áfram undir sýnileika kvenna í faginu og ég sótti um styrk í menningarsjóð Reykjavíkurborgar til að halda sýningu í tengslum við HönnunarMars,“ útskýrir Íris glöð. „Opnunin á laugardaginn var alveg frábær. Sýningin var vel sótt miðað við að vera ekki í miðbænum. Þetta var mikið fjör!“

Þess má geta að sýningin verður opin á föstudaginn 29. mars frá 13:00-17:00, laugardaginn 30. mars frá 13:00-15:00 og sunnudaginn 31. mars frá 13:00-15:00. Sýningin er í Reykjavik Underground Design Studio á Grensásvegi 14.

Myndir / Aldís Fjóla

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -