Fimmtudagur 12. desember, 2024
6.8 C
Reykjavik

Konur segja nei við dömuflögum Doritos

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Indra Nooyi, forstjóri PepsiCo, sem framleiðir til dæmis Doritos, lét hafa eftir sér í hlaðvarpi í vikunni að fyrirtækið væri að þróa sérstakar Doritos-flögur fyrir konur.

„Þegar maður horfir á mikið af ungum strákum að borða flögurnar, en þeir elska sitt Doritos, þá sleikja þeir fingur sína af innlifun og þegar flögurnar eru búnar hella þeir mylsnunni uppí munninn sinn, því þeir vilja ekki fara á mis við bragðið og mylsnuna á botninum.

Konur myndu vilja gera slíkt hið sama en þær gera það ekki. Þær vilja ekki að heyrast hátt í flögunum á almannafæri. Og þær sleikja ekki fingur sína og þær vilja ekki hella mylsnuninni og kryddinu í munninn sinn,“ sagði Indra í hlaðvarpinu.

Þessi orð Indru hafa farið sem eldur um sinu á internetinu, en Indra sagðist í framhaldinu vera með lausn á þessu svokallaða vandamáli. Að framleiða sérstakar flögur fyrir konur sem heyrðist minna í og sem skildu minna krydd eftir á fingrum.

„Þetta er ekki karlkyns og kvenkyns útgáfa af flögunum heldur meira snakk fyrir konur sem getur verið hannað öðruvísi og sett í öðruvísi umbúðir. Við erum að skoða þetta og við ætlum að setja fullt af svona vörum á markað bráðum. Fyrir konur, hljóðlátar flögur með sama bragðinu en með minna kryddi sem festist á fingrum og hvernig passa þær í tösku? Af því að konur elska að vera með snakk í töskunni,“ sagði hún.

Birtingarmynd kjaftæðis sem konur þurfa að þola

Konur á samfélagsmiðlum hafa látið í sér heyra út af þessum ummælum Indru og er ekki skemmt. Þeirra á meðal er spéfuglinn Kathy Griffin, sem segir að þessi orðræða sé hluti af stærra vandamáli.

„Þetta gæti virkað kjánalegt fyrir suma en á einhverjum tímapunkti í lífinu er flestum konum sagt að þær séu of háværar, taki of mikið pláss, að við séum of mikið. Ef Doritos ætlar að gera þetta er þetta eingöngu birtingarmynd þess kjaftæðis sem konur þurfa að þola á heimilinu og á vinnustað,“ tísti Kathy.

- Auglýsing -

PepsiCo hefur nú gefið það út að fyrirtækið muni ekki setja á markað sérstakar dömuflögur.

„Við erum nú þegar með Doritos fyrir konur – þær heita Doritos og milljónir manna njóta þeirra á hverjum degi. Á sama tíma vitum við að þarfir og langanir breytast og að við þurfum alltaf að finna nýjar leiðir til að gleðja neytendur,“ segir í yfirlýsingu frá fyrirtækinu.

- Auglýsing -

Hér fyrir neðan má síðan sjá nokkur gamansöm tíst um þá vægast sagt skringilegu hugmynd að ætla, árið 2018, að framleiða sérstakt snakk fyrir konur:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -