Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Konur stjórna Heimildinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Konur eru nú í lykilstöðum á Heimildinni eftir að Margrét Marteinsdóttir og Ragnhildur Þrastardóttir voru ráðnar fréttastjórar. Erla Hlynsdóttir verður fréttastjóri á vef blaðsins. Frá þessu var greint á vef útgáfunnar í gær. Allar hafa þær verið starfandi blaðamenn á ritstjórn Heimildarinnar og búa að langri reynslu í blaðamennsku.

Þórður Snær Júlíusson, annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar, lét af störfum í lok sumars. Ekki verður ráðið í stöðu hans og verður Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ein ritstjóri. Ráðning fréttastjórannar er liður í endurskipulagningu á ritstjórn Heimildarinnar.

Margrét Marteinsdóttir hefur mikla reynslu af fjölmiðlum. Hún hóf ferilinn árið 1997. Fyrst vann hún í 16 ár hjá á RÚV, meðal annars sem varafréttastjóri útvarps- og sjónvarps, yfirmaður íþróttadeildar og stýrði dægurmáladeild fréttastofu RÚV þar sem hún hafði yfirumsjón með fimm útvarpsþáttum: Morgun- og Síðdegisútvarpinu á Rás 2, Speglinum, Vikulokunum og Hádegisútvarpinu. Margrét var um tíma dagskrárstjóri Rásar 1 og Rásar 2. Hún hóf störf á Stundinni árið 2021 og hefur verið hluti af Heimildinni frá stofnun miðilsins.

Útgáfa Heimildarinnar var sjálfbær í fyrra og skilaði rúmlega 17 milljóna króna hagnaði fyrir fjármagnsliði. Heimildin kemur út í vikulegri prentútgáfu og birtir daglegar fréttir á Heimildin.is. Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallups lesa 15,5 prósent landsmanna hvert tölublað Heimildarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -