Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Kóróna sköpunarverksins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sá frasi að samfélag okkar stjórnist af kristnu siðferði heyrist reglulega. Iðulega í tengslum við innflytjendur sem aðhyllast önnur trúarbrögð og þegar menn slengja þessu fram er gjarnan bætt við að þessi eða hinn hópurinn ætti nú að laga sig að okkar siðum.

Því í hugum ansi margra er kristna siðferðið ofar og æðri allri annarri siðmennt mannsins. Þetta er svolítið undarlegt í ljósi þess að í grunninn snúast öll trúarbrögð um að leggja mönnum í hendur lykla til að lifa góðu og gefandi lífi í sátt við aðra. Í Biblíunni er sagt að maðurinn sé skapaður í mynd guðs. Sumir hafa viljað túlka þetta sem svo að hann sé þar með kóróna sköpunarverksins en í því hefur mér fundist felast nokkur hroki.

Guð leit yfir sköpun sína, dýrin, jurtirnar og allt annað á jörðu niðri og sá að það var gott. Hann hafði einnig fyrir því að bjarga dýrunum um borð í Örkina áður en hann sendi flóðið yfir Nóa og meðbræður hans. Bendir það ekki til þess að hann meti dýrin til jafns við mennina? Þrátt fyrir þessar og fleiri augljósar vísbendingar telja sumir menn sig svo hafna yfir dýrin að þeir megi beita þau miskunnarlausum níðingsskap.

Í hvert sinn sem ég verð vitni að slíku fyllist ég yfirgengilegri óbeit og sárum vanmætti. Að hluta til er ég alin upp á sveitabæ og þar varð ég aldrei vitni að hrottaskap gagnvart skepnum. Bændurnir báru virðingu fyrir bústofninum og leituðust við að sinna honum af kostgæfni. Í fjörutíu ár hef ég verið í sambúð með veiðimanni, sá er jafnvígur á troll, flugustöng og byssu og leggur sig alla tíð fram um að aflífa dýr á eins skjótvirkan og mannúðlegan hátt og hægt er. Hann og félagar hans hafa lagt á sig ómælt erfiði við að leita upp fugla sem þeir óttuðust að hafa sært til að forða þeim frá sárauka.

Og hópur fólks óttast áhrif íslamstrúar á menningu hér á landi. Þeim má benda á að í Kóraninum eru dýrin sögð innblásin af anda guðs og manninum leyft að nýta þau aðeins ef hann komi fram við þau af mannúð og miskunnsemi.

Að mínu mati ber það vott um sterka siðferðiskennd, ekki endilega kristna því í mörgum öðrum trúarbrögðum er lögð meiri áhersla á virðingu fyrir dýrum. Hindúatrú er gott dæmi um það. Einmitt af þessum ástæðum hefur leitað sterkt á mig að undanförnu spurningin um hvaða siðferðiskenningar hinn dæmigerði Íslendingur aðhyllist. Hér er fiskimannasamfélag og menn háðir björginni úr sjónum, samt hika þeir ekki við að henda gríðarlega miklum afla í sjóinn til að fá verðmætari samsetningu. Nýlegt myndband sýndi líka skipverja á Bíldsey skera sporð af hákarli og sleppa. Og hópur fólks óttast áhrif íslamstrúar á menningu hér á landi. Þeim má benda á að í Kóraninum eru dýrin sögð innblásin af anda guðs og manninum leyft að nýta þau aðeins ef hann komi fram við þau af mannúð og miskunnsemi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -