Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Kórónaveiran setti strik í reikninginn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrátt fyrir að yfirvöld í Frakklandi hafi bannað alla viðburði þar sem fleiri en fimm þúsund manns koma saman í ljósi útbreiðslu COVID-19 tókst að halda tískuvikuna í París.

Útbreiðsla veirunnar setti þó strik í reikninginn á nýafstaðinni tískuvikunni. Blaðamenn og ritstjórar hættu margir við að mæta á sýningar, sumir gestir mættu með andlitsgrímur, partíum og kokteilboðum var aflýst og flestir hönnuðir frá Kína hættu við að taka þátt í tískuvikunni.

Í frétt New York Times kemur fram að skipuleggjendur margra tískusýninga létu dreifa andlitsgrímum til þeirra gesta sem ekki mættu með sína eigin grímu áður en sýningar hófust.

Sá orðrómur komst á kreik að sýningu Miu Miu yrði aflýst en sýningin var haldin samkvæmt dagskrá. Miuccia Prada, yfirhönnuður Miu Miu, tók hins vegar ákvörðun um að aflýsa eftirpartíinu sem var búið að undirbúa. Þetta er bara eitt dæmi um þá marga viðburði sem var aflýst á síðustu stundu.

Fjölmargir kusu þá að fylgjast með sýningum í gegnum streymi á Netinu og voru því margar sýningar heldur fámennar, aldrei þessu vant. Á fjölmennustu sýningunum voru um 1.000 áhorfendur saman komnir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -