Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Beijing vegna nýrra COVID-19 smita sem komu upp og eru rakin til kjötmarkaðar í borginni. Fimm manns, þrír starfsmenn á markaðnum, tveir kúnnar og starfsmenn kjötrannsóknarstofnunar, sem unnu að því að taka hann út, greindust með veiruna og í kjölfarið tugir manns. Fólkið er nú undir eftirliti lækna.
Þetta eru fyrstu smitin í Peking sem hafa verið tilkynnt þar um tveggja mánaða skeið. Grunur leikur að þau hafi blossað upp vegna óþrifnaðar á umræddum markaði.
Eins og fyrr segir hefur ellefum hverfum í Peking verið lokað eftir að smitin greindust. Leikskólum og skólum hefur verið lokað og íbúum skipað að halda sig innandyra. Til að stendur að skima stóran hóp fólks, um 10 þúsund manns, vegna nýju tilfellanna og grípa til frekari aðgerða þar sem kínversk stjórnvöld óttast aðra smitbylgju, en eins og kunnugt er greindist kórónaveiran fyrst í Kína og breiddist þaðan út.