Stigagjöf Eurovision er nú að hefjast. 26 lönd keppa til sigurs í kvöld. Kjósa má í síma og í gegnum Eurovision appið. Það má finna á Playstore og Itunes.
Kjósa má allt að 20 sinnum. Ekki er hægt að kjósa eigið land.
Höturum er almennt spáð góðu gengi. Flestar spár gera ráð fyrir að Ísland verði í einu af fimm efstu sætunum.
Vel var tekið á móti Hatara þegar sveitin steig á svið. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í salnum.
Kosning fer þannig fram að öll lönd sem taka þátt í keppninni taka þátt í stigagjöfinni. Opið er fyrir atkvæðagreiðslur almennings í fimmtán mínútur. Atkvæði almennings vega helming á móti atkvæðum dómara.
Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson mun kynna stig Íslands.
Uppfært: Kosningu er lokið.