Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Kosningaáróðurssíða úr dvala til að berjast fyrir einkarekstri í heilbrigðismálum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Facebook-síðan Kosningar er vöknuð úr dvala til að tala fyrir framkvæmd liðskiptaaðgerða á einkareknum stofum hér á landi.

„Hatur VG á einkaframtaki og atvinnufrelsi er undirliggjandi ástæða þess að skattgreiðendur eru látnir borga kr. 3,5milljónir fyrir liðskiptiaðgerð í Svíþjóð í stað kr. 1,2m. á einkarekinni stofu á Íslandi,“ segir á Facebook-síðunni Kosningar.

Síðan hefur vakið athygli í undanförnum kosningum en ekki hefur tekist að staðfesta hverjir standa að baki síðunni. Þingmenn fjögurra stjórnmálaflokka lögðu fram skýrslubeiðni í mars árið 2018 þar sem farið var fram á að yfirvöld gerði tilraun til að komast að því hver stæði að baki síðunni.

Kosningar höfðu þá sett fram ýmsar neikvæðar staðhæfingar um flokka og frambjóðendur sérstaklega á vinstri væng stjórnmálanna. Niðurstaða skýrslunnar var að ekki liggur fyrir að síðan tengist stjórnmálaflokkum og því ekki hægt að sína fram á að lög um fjármál stjórnmálasamtaka hafi verið brotin.

Skilaboð sem birtast á Kosningum.

Á laugardag birtu Kosningar aðra færslu þar sem málum er stillt upp sem baráttu við „góða fólkið“. Vitnað er óbeint til umræðu í þættinum Vikulokin á RÚV.

„Svo djúpt er hatur vinstri manna á einstaklingsframtakinu að réttlætanlegt er að fórna hagsmunum skattgreiðenda og sjúklinga á einu bretti fyrir útópíuhugsjónirnar um að allir eigi að hafa það jafn slæmt. Fyrir þá sem skilja ekkert í tilsvörum Marðar er einungis hægt að benda á endurspilunarhnappinn.“

Kosningar gekk áður undir nafninu 2017 og Kosningar 2018. Síðan vakti athygli sökum þess hve duglegir aðstandendur þeirra voru að kaupa kostanir fyrir skilaboðin sem koma skal á framfæri.

- Auglýsing -

Íslendingar hafa að undanförnu farið til liðskiptiaðgerða á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð á vegum Klíníkurinnar sökum þess að ekki er samningur við Klíníkina um að gera sömu aðgerðir hér á landi. Kostnaður vegna aðgerðanna er greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en dýrara er að gera aðgerðirnar erlendis en ef þær yrðu framkvæmdar hér heima.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -