Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Kosningastjóri Samfylkingarinnar um Framsókn: „Allt tal um að skoða alla möguleika voru orðin tóm“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tryggvi Rafnsson var kosningastjóri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði sem bætti við sig gríðarlegu fylgi í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum.

Hann segir að „vilji kjósenda til breytinga var skýr og engin vafi á að við unnum stóran sigur í þessum kosningum með 3710 atkvæði og 29% af greiddum atkvæðum.“

En hann er líka vonsvikinn:

„Á sama tíma og ég er ofboðslega stoltur af framboðinu okkar, stefnumálum og fólkinu okkar í Samfylkingunni þá eru það virkilega mikil vonbrigði að hafa ekki fengið minnsta tækifæri til að eiga samtal um að mynda nýjan meirihluta. Það skal vera sagt og koma fram að Framsóknarflokkurinn leit aldrei í okkar átt eftir kosningar, sá sér ekki fært að hittast á einum einasta fundi, formlegum eða óformlegum og allt tal um að „skoða alla möguleika og taka svo bestu ákvörðunina“ voru orðin tóm.“

Tryggvi, sem er heiðursmaður, segir þó þrátt fyrir vonbrigðin með áhugaleysi Framsóknarflokkins að hann óski að „sjálfsögðu „nýjum“ meirihluta farsældar og að Hafnarfjörður verði alltaf besti bær í heimi.“

Hann segir að „þó að ég hafi lokið störfum sem kosningastjóri XS þá er ég bara rétt að byrja mín störf á þessum vettvangi. Ég ætla mér að halda áfram að vinna að því að koma hugsjónum og málefnum okkar jafnaðarmanna til framkvæmda. Fyrir Hafnarfjörð…. Að sjálfsögðu!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -