Kristófer Acox núverandi leikmaður Vals og lykilmaður landsliðsliðsins í körfubolta, segir það hafa komið sér á óvart KR, uppeldisfélag hans, ákvað að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sá dómur var Kristófer í hag í launadeilu hans við félagið.
Kristófer – oft kallaður Kristó – segir að málið sé leiðinlegt í alla staði; honum þykir vænt um KR og ber sterkar tilfinningar til félagsins.
Hann mætti í morgun í Landsrétt, en þá var tekin fyrir áfrýjun KR á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í launadeilu Kristófers við KR; héraðsdómur dæmdi Kristófer í hag á síðasta ári.
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í fyrrasumar var KR dæmt til að greiða Kristófer tæpar fjórar milljónir króna ásamt málskostnaði; kom fram að KR hefði einungis í eitt skipti borgað umsamin mánaðarlaun Kristófers – 600 þúsund krónur ásamt árangurstengdum greiðslum – á réttum tíma.
Yfirhöfuð hafi greiðslur til Kristófers borist seint; heilt yfir hafi KR um tíma skuldað leikmanninum um það bil 11 milljónir króna.
KR var þó búið að borga Kristófer sjö milljónir.
Í spjalli við Fréttablaðið segir Kristófer að það hafi komið honum á óvart þegar hann frétti af áfrýjuninni:
„Það kom mér á óvart þegar að ég frétti af því á sínum tíma að KR ætlaði sér að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms. Málið fór eins og það fór þar, mér í hag og ég fór bara brattur inn í dómsal í morgun og tel stöðuna vera alveg eins og hún var í héraðsdómi.“
Má búast við niðurstöðu málsins á næstu 4 vikum:
„Nú bíð ég bara eftir því að Landsréttur kveði upp sinn dóm núna á næstu vikum og vonandi að þetta taki enda þá. Að maður geti sagt skilið við allt þetta ferli. Að sjálfsögðu er þetta leiðinlegt, KR er mitt uppeldisfélag.
Öll þau samskipti sem hafa átt sér stað síðastliðin tvö ár, leiðindin og það sem á sér stað bakvið tjöldin, auðvitað hefur þetta verið langt og strembið. Ég hef þó fundið minna fyrir þessu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi loksins í málinu í fyrra en það að maður þurfi að standa í svona leiðindadeilum við félag sem manni þykir auðvitað vænt um, ber mikla virðingu fyrir og tilfinningar til kjarnar í raun hversu mikið leiðindamál þetta er.“