Fimmtudagur 26. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Krabbameinsfélagið krefst þess að frétt verði fjarlægð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Krabbameinsfélagið hefur krafist þess að Mannlíf fjarlægi frétt um fyrrverandi starfsmann félagsins sem félagið hefur sagt bera ábyrgð á mistökum við frumugreiningar hjá félaginu. Mannlíf mun ekki verða við þeirri kröfu.

Í stjórn Krabbameinsfélagsins sitja Valgerður Sigurðardóttir, Árni Einarsson, Halldóra Björg Sævarsdóttir, Kristín Halldórsdóttir, Sigríður Zoëga, Sigurður Hannesson og Þorsteinn Pálsson.

Starfsmaðurinn hafði orð á því í fyrrnefndu viðtali að sér sárnaði mjög sá varnarleikur félagsins að benda á hana eina til saka. Í tilkynningu félagsins er framkoma félagsins réttlætt.

„Félagið hefur legið undir ámæli fyrir að greina frá því að mistökin hafi verið gerð af einum starfsmanni. Það var ekki gert til að koma sök á starfsmanninn, heldur til að skýra í hverju mistökin fólust,“ segir þar.

Félagið fullyrðir að það hafi staðið við bakið á Þórdísi. Hún sagði þó sjálf að framkoma félagsins hafi bætt gráu ofan á svart. „Ég gerði mannleg mistök en það er líka hvernig var staðið að þessu og fjöldi sýna á dag sem maður þurfti að greina. Að félagið bendi bara á mig finnst mér sárast og erfitt að kyngja. Ég er enn með kökkinn í hálsinum,“ sagði starfsmaðurinn fyrrverandi í gær.

Sjá einnig: Einkaviðtal við Þórdísi hjá Krabbameinsfélaginu: „Enn með kökkinn í hálsinum“

- Auglýsing -

Um þetta segir Krabbameinsfélagið: „Undir engum kringumstæðum hefur Krabbameinsfélagið eða stjórnendur þess haldið því fram að starfsmaðurinn bæri þessa ábyrgð. Skýrt hefur verið tekið fram að Krabbameinsfélagið beri ábyrgð á mistökunum. Krabbameinsfélagið hefur verið í góðum samskiptum við starfsmanninn alveg frá því að málið kom upp í sumar og veitt honum stuðning. Framkvæmdastjóri félagsins ræddi aftur við hann í dag til að biðja hann afsökunar á því að hann hafi dregist inn í umfjöllun um málið með þessum hætti og til að upplýsa hann um hvernig það kom til.“

Líkt og fyrr segir þá hefur Krabbameinsfélagið krafist þess að viðtal við Þórdísi verði fjarlægt. Þess má geta að ritskoðun og þöggun félagsins var það sem kom Mannlífi á sporið um hvaða starfsmann ræddi. Félagið fjarlægði tilkynningu á eigin vef sem fjallaði um að hún væri að láta af störfum. Sú tilkynning var fyrst birt í sumar en er enn aðgengileg á Google. Í þeirri tilkynningu var haft eftir Ingibjörgu Guðmundsdóttur, yfirlækni á frumurannsóknarstofu:

„Hún reyndist fyrirmyndarstarfsmaður sem hefur unnið störf sín af mikilli kostgæfni og við kveðjum hana með miklu þakklæti – þó svo að við munum nú vonandi hittast á öðrum vettvangi.“

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -