- Auglýsing -
Skiptastjórar þrotabús WOW air hafa lagt fram kröfu um gjaldþrotaskipti á Títan, fjárfestingafélagi Skúla Mogensen, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Kröfu þeirra var mótmælt og verður hún því tekin fyrir í þessari viku. RÚV greinir frá.
Fjárfestingafélagið Títan var móðurfélag WOW air sem varð gjaldþrota fyrir tæpu ári. Farið var fram á kyrrsetningu eigna Títan í janúar, en þær voru veðsettar vegna lánveitinga Arion banka til félagsins.