Breskir þingmenn krefjast þess að starfsemi þingsins fari fram í gegnum netið á meðan kórónaveirufaraldurinn gengur yfir.
Rúmlega hundrað breskir þingmenn hafa skrifað undir bréf frá þingmanni Verkamannaflokksins, Chi Onwurah, þar sem farið er fram á að reglulegir þingfundir fari ekki fram í þinghúsinu heldur á netinu á meðan COVID-19 faraldurinn gengur yfir.
„Í neyðarástandi sem hefur valdið því að heimilisfólki á þrjátíu milljón heimilinum hefur verið sagt að halda sig heima og bjarga mannslífum verðum við að sýna að við höfum líka „fengið skilaboðin“,“ segir Chi Onwurah meðal annars í bréfinu sem hún deildi á Twitter.
„Þó nokkrir meðlimir þingsins, þar á meðal forsætisráðherrann, hafa þegar fengið veiruna og það er ljóst að Westminster er ekki öruggt vinnuumhverfi og verður það ekki á meðan stór hluti þingmanna kemur saman þar. Við verðum að sýna gott fordæmi,“ segir Chi Onwurah í póstinum á Twitter og samþingmenn hennar hafa tekið vel í þessa tillögu eins og sést á því að þegar hafa rúmlega hundrað þingmenn skrifað undir það.
I am inundated with questions about the #coronavirus measures & how they apply to you, your work, your family. I am contacting Govt departments to get greater clarity but in the meantime this is really helpful advice from @NewcastleCC https://t.co/kXsgya2Hfq
— chi onwurah (@ChiOnwurah) March 24, 2020
Breska þingið er raunar ekki starfandi í augnablikinu, páskafríi þingmanna var flýtt í síðustu viku og þingið á ekki að koma saman aftur fyrr en 21. apríl.