Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Kristín áhrifavaldur fengið nóg og sakar kollega sína um vörusvik og blekkingar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristín Samúelsdóttir er áhrifavaldur sem hefur verið að vekja þarfa athygli á stóru vandamáli sem viðgengist hefur í alltof langan tíma, blekkingar áhrifavalda þegar kemur að því að auglýsa varning og fleira fyrir fyrirtæki sem kaupa þá þjónustu af þeim. Kristín sem er eins og áður sagði áhrifavaldur sjálf leggur, sérstaka áherslu á húðumhirðu og förðun. Hún er förðunarfræðingur, ljósmyndari og starfar við markaðssetningu. Kristín hefur meðal annars fjallað um vandamálið á Instagramreikningi sínum, Ksam.beauty. Mannlíf ræddi við Kristínu um blekkingar áhrifavalda og áhrif þeirra á fyrirtæki, þá sjálfa og síðast ekki síst neytendur.

Kristín Samúelsdóttir hefur fengið nóg af blekkingum áhrifavalda
Hér má sjá nýlegt dæmi um hvernig áhrifavaldur hefur gjörbreytt lit peysu sem verið var að auglýsa. Peysan er grænleit en áhrifavaldurinn setti filtera og peysan varð fölbleik

 Fyrirtæki verða að vera vakandi  

Fyrirtæki þurfa að hugsa þetta betur og þurfa að vera vakandi fyrir vandamálinu. Auðvitað er eðlilegast að fyrirtækin leggi línurnar með hag neytenda og viðskiptavina sinna í forgangi. Til dæmis með því að banna notkun á filterum. Áhrifavaldarnir eru að vinna fyrir fyrirtækin en fyrirtækin ekki fyrir þá. Það að ekki sé vandað til verka getur skapað mjög neikvæða ímynd á fyrirtækjum sem láta þetta viðgangast og það er raunin í mörgum tilfellum. Það að gæta ekki að því að vörur sem auglýstar eru séu sýndar í eins sönnu ljósi og unnt er flokkast sem blekkingar og jafnvel vörusvik. Neytendur eiga skilið að fá að sjá það sem auglýst er án filtera og annarra blekkinga. Fyrirtæki virðast oft einungis spennt fyrir því að vinna með ákveðnum nöfnum og beygja sig og bugta til þess að fá samstarf við þá aðila. Þarna stendur hnífurinn í kúnni, það er ekki verið að hugsa um það að leggja línur fyrir áhrifavaldana um hvað má og hvað má ekki. Það er hreinlega engu líkara en að stjörnurykið sé svo blindandi í augum þeirra sem vilja velja þessa leið til markaðsetningar, að allt annað steingleymist. Það verður að setja skýrar kröfur á áhrifavalda, fyrirtækin eiga að stjórna ekki áhrifavaldarnir. Þeir sem velja það að auglýsa vörur, þjónustu og hvað sem svo það er gera sér líklega enga grein fyrir því að ímynd þeirra er að hljóta skaða af og í mun meiri mæli en nokkur gerir sér grein fyrir.

 

Kannanir Kristínar sýna glöggt að fólk er ekki sátt

Áhrifavaldar bera mikla ábyrgð

Áhrifavaldarnir sjálfir verða líka fyrir neikvæðum áhrifum og fólk hættir að treysta þeim og nennir ekki að fylgjast með þeim lengur. Trúverðugleiki þeirra áhrifavalda sem stunda það að blekkja fylgjendur sína, verður að engu. Kristín segist vita ótal dæmi þess að fólk hafi hreinlega gefist upp á að fylgjast með áhrifavöldum sem leggja slík vinnubrögð í vana sinn. Áhrifavaldar verða að gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem þeir bera gagnvart verslunum, fyrirtækjum og neytendum. Það er stór hópur áhrifavalda sem nota slík vinnubrögð en virðast alltaf komast upp með það. Það verður að taka á þessu því af hlýst ekkert annað en neikvæð viðbrögð og missir á trausti og trúverðugleika. Hér bera fyrirtæki og verslanir alla ábyrgð því það er þar sem línurnar eiga að vera lagðar til grundvallar auglýsingum sem gerðar eru í þeirra nafni. Fyrirtæki eiga ekki að aðlaga sig áhrifavaldinum heldur á hann að aðlaga sig að þeirra þörfum og kröfum. Ef viðkomandi vill ekki ganga að kröfum fyrirtækisins þá fer hann bara eitthvað annað.

- Auglýsing -

Fjöldi fylgjenda segir ekkert til um það hvort auglýsingar frá áhrifavaldinum séu í lagi eða ekki. Fjöldi fylgjenda segir heldur ekki til um þann hóp sem hefur gefist upp á því að fylgjast með slælegum vinnubrögðum áhrifavalda og hreinni blekkingu sem er verið að beita fylgjendur/neytendur.

Þetta er alls ekki góð þróun og getur vel laskað sjálfsímynd fólks

Skaðar þá sem gera vel

Áhrifavaldar sem kjósa önnur og betri vinnubrögð verða líka fyrir skaða þegar fólk hættir að taka mark á auglýsingum sem birtast eftir þessum leiðum. Þessu verða þeir áhrifavaldar og fyrirtæki sem nýta þessa þjónustu að átta sig á. Þarna er verið að tala um stóran hóp fólks sem jafnvel hefur sitt aðal lífsviðurværi af því að vinna að svona markaðssetningu. Þetta er alls ekki sanngjarnt  fyrir þá sem virkilega leggja á sig vinnu við að sinna starfinu sínu og vilja gera vel við sína fylgjendur og auðvitað þá sem þeir eru í samstafi við. Setjum upp dæmi ef fyrirtæki sendi inn auglýsingu til birtingar í dagblaði og það væri verið að auglýsa hvíta skó og innsend mynd með auglýsingunni væri auðvitað af þessum hvítu skóm. Þegar dagblaðið birtir auglýsinguna væri búið að eiga við myndina og skórnir orðnir grænir. Fyrirtækið yrði ekki sátt, enda ekki með neina græna skó í sölu hjá sér. Neytendur yrðu heldur ekki glaðir ef þeir flýttu sér margir í búðina til að tryggja sér par af þessum grænu skóm, sem auðvitað væru svo ekki til. Þetta er alls ekki flókið dæmi og þessarri þróun verður að snúa við.

- Auglýsing -
93 prósent vilja að notkun fegurða filtera verði bönnuð þegar kemur að auglýsingum

 

Áhrifavaldar sem stunda svona blekkingar verða að hætta því og fyrirtæki sem vinna með þeim verða að setja þeim stólinn fyrir dyrnar hvað þetta varðar
Peysan eins og hún lítur út í raun og veru

 

Neytendur vilja þetta alls ekki

Þessi mál eru komin út í alltof miklar öfgar og það er brýn þörf að vinda ofan af vandamálinu. Á meðan þessu er svona háttað er það ekki jákvætt og alls ekki eðlilegt þegar litið er til auglýsinga almennt. Neytendur verða að geta treyst því að áhrifavaldurinn sé að sýna rétta mynd af því sem verið er að auglýsa og gefi ítarlegar og greinagóðar upplýsingar um vöruna frekar en sýna leikni sína í filtera notkun, það á heima annars staðar. Það vill enginn láta blekkja sig það er staðreynd. Vörusvik og blekkingar eru aldrei í lagi, ekki heldur ef áhrifavaldar framkvæma verknaðinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -