Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-9 C
Reykjavik

Kristín trúir sjálfsögðu á drauga og elskar að vera til: „Erfitt að vera nálægt leiðinlegu fólki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur og fyrrum kennari við Háskóla Íslands var undir Stækkunargleri Mannlífs í vikunni.

Kristín er sveitastelpa að upplagi en elskaði borgina og bjó og starfaði í Reykjavík í mörg ár. Nú býr hún hins vegar ásamt eiginmanni sínum í kyrrðinni í Hveravík á Ströndum þar sem hún segir dásamlegt að vera.

Kristín er með innslög í Mannlegaþættinum á Rás 1 alla þriðjudaga um lífið á Ströndum. Innslög hennar hafa verið hluti af þættinum frá árinu 2016. Það er hins vegar aðeins lengra síðan að Kristín hóf störf sín fyrir útvarpið, en það var árið 1994 og er hún því orðin ansi sjóuð í útvarpsþáttagerð.

Mannlíf komst að því að Gunnsi, maður Kristínar, er bæði fyndnastur og eldar besta matinn að hennar mati og Kristín á mjög erfitt með að vera í kringum fólk sem henni þykir leiðinlegt.

Kristín Einarsdóttir

Fjölskylduhagir? Ég er gift honum Gunnsa og á fullt af börnum og barnabörnum.

Menntun/atvinna? Þjóðfræðingur, dagskrárgerðarmaður og ræktandi gróðurs af ýmsu tagi.

- Auglýsing -

Uppáhalds Sjónvarpsefni? Breaking bad og Office.

Leikari? Sá sem leikur Dwight Schrute í Office og sem ég gúgglaði að heitir Rainn Wilson.

Rithöfundur? Ég var að klára ,,Fjarvera þín er myrkur” eftir Jón Kalmann og held því fram að hún sé besta og fallegasta bók sem ég hef lesið. Áður en ég las hana hefði ég sagt Halldór Laxness.

- Auglýsing -

Bók eða bíó? Bara bæði. Man samt eftir fleiri góðum bókum en bíómyndum.

Besti matur? Fiskur sem Gunnsi eldar – sama hvað.

Kók eða Pepsí? Drekk aldrei gosdrykki.

Fallegasti staðurinn? Hveravík á Ströndum og Laugavegurinn – gönguleiðin frá Landmannalaugum í Þórsmörk.

Hvað er skemmtilegt? Að fara í gönguferðir eða hjólaferðir, sjá gróðurinn taka við sér, tala við hestana og hundinn og yfirhöfuð að vera til.

Hvað er leiðinlegt? Að ryksuga.

Hvaða flokkur? Flokkurinn sem setur umhverfismál og jöfnuð í fyrsta sæti.

Hvaða skemmtistaður? Söngsteinn við Hveravík.

Kostir? Bjartsýni og hreinskilni.

Lestir? Stundum neikvæðni og á mjög erfitt með að vera nálægt fólki sem mér finnst leiðinlegt.

Hver er fyndinn? Gunnsi.

Hver er leiðinlegur? Þeir sem eru tilgerðarlegir og uppskrúfaðir – ætla ekki að nefna nöfn.

Trúir þú á drauga? Já auðvitað.

Stærsta augnablikið? Þegar ég fann Gunnsa.

Mestu vonbrigðin? Hvað mér hefur þótt erfitt og tímafrekt að losna við gamla drauga.

Hver er draumurinn? Að eiga mörg góð ár hér í Hveravík.

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Að muna eftir að gefa snjótittlingunum hér  þegar veðrið er vont.

Ertu búin að ná öllum þínum markmiðum? Nei alls ekki, ég á eftir að rækta meira, byggja gróðurhús…

Manstu eftir einhverjum brandara? Já mörgum – en kannski ekki til að setja á prent.

Vandræðalegasta augnablikið? Kannski þegar ég kom inn í strætó með tvo lítra af mjólk í poka sem datt í gólfið og mjólkin flaut út um allan strætóinn.

Sorglegasta stundin? Þegar æskuvinkona mín, Helga Gunnarsdóttir, dó alltof ung.

Mesta gleðin? Þegar ég giftist Gunnsa og hann giftist mér.

Mikilvægast í lífinu? Að njóta hvers dags – ég veit að þetta er margtugginn frasi en samt satt og það lærist ekki fyrr en þegar langt er liðið á ævina.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -