Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.9 C
Reykjavik

Kristín um starfslokin sem leikhússtjóri: „Finn í hjarta mínu að það er komið að tímamótum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins hefur óskað eftir að láta af störfum sem fyrst hjá leikhúsinu, einu og hálfu ári áður en starfstímabili hennar á að ljúka.

 

Sjá einnig: Kristín vill hætta sem fyrst

Í færslu sem Kristín skrifar á Facebook í dag segist hún ekki hafa lært meira af nokkru starfi og hafa eignast vini sem munu fylgja henni alla tíð, en Kristín hefur gegnt stöðu Borgarleikhússtjóra í sex ár.

„Ég hef alltaf lagt ríka áherslu á það í mínu starfi að fylgja innsæinu, hlusta á hjartað og gera hlutina alla leið með metnað og gleði að leiðarljósi. Aðeins þannig getur listin blómstrað,“ segir Kristín, en segist núna finna það í hjarta sínu að komið sé að tímamótum og hún hafi ríka þörf fyrir að skapa eitthvað nýtt.

Kristín segir hugrekki mikilvægt bæði í listinni og lífinu: „En það er ekki nóg að vera hugrakkur í listinni, maður verður líka að vera það í lífinu sjálfu og taka nýjum tækifærum og áskorunum með opnum örmum.“

Kristín segist full þakklætis fyrir árin í Borgarleikhúsinu og stíga með eftirvæntingu inn í þau verkefni sem bíða hennar.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -