„Dapur dagur hér í Skuggahverfinu. Það er verið að saga niður aspirnar við bílastæði Umhverfisráðuneytisins. Nú fæ ég að horfa á allt bílastæðið á þess að gróðurinn skyggi á malbikið,“ skrifar Kristinn nokkur íbúi miðborgarinnar í Facebook hóp hverfisins.
„Ætli þeir séu loksins að fara að byggja á þessum lóðum – ótrúlegt að vera með bílastæðaflæmi ofanjarðar í miðborg,“ skrifar Guðrún.
Ekki eru þó allir sammála um ágæti aspanna.
„Þó aspirnar séu fallegar og ilmi vel þá eru þær skaðræði í borgarumhverfi, ræturnar fara inn um allt, eyðileggja lagnir og fleira. Það eru dæmi um að asparrætur hafi brotist inn í steypta sökkla! En það er ekki nóg að fella tréð, það þarf að vinna á rótinni líka og gangi þeim vel með það. Vonandi verður plantað einhverjum hógværari tegundum þarna í staðinn!“ Skrifar einn.
Og bætir Marteinn nokkur við að aspir skemmi líka lakk á bílum og skilji eftir sig gular klessur sem éti upp lakkið.
„Já, þessar aspir voru farnar að skemma gangbrautina, bílastæðið og götuna. Löngu kominn tími á að fella þær. Því miður,“ segir Arnar nokkur
Og þá skrifar Guðmundur, „athugið hvernig aspirnar eru farnar að sprengja upp allar gangstéttar á Laugaveginum. Það skapar stór hættu fyrir gangandi vegfarendur auk þess að eyðileggja nýjar lagnir í götunni.“