Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks skrifaði í dag færslu á Facebook þar sem hann gagnrýnir fjölmiðla fyrir að ala á hræðsluna við nýja Covid afbrigðið, Omikron. Bendir hann á fréttir frá vísindamönnum í Hong Kong, máli sínu til stuðnings.
„Fyrir viku voru 24 á sjúkrahúsi með veiruna. Nú eru þeir 13. Tilfellum fjölgar samt jafnt og þétt. Nú berast fréttir af því að nýtt afbrigði muni taka allt yfir enda margfallt meira smitandi. Í gær bárust fréttir af því frá vísindamönnum í Hong Kong að það væri miklu skaðminna en Delta – tífallt skaðminna – miðað við smit í vefjum lungna.
Hvert viljum við horfa?“
Færslan hefur vakið mikla athygli en sitt sýnist hverjum.
Bubbi Morthens er sammála Kristni. „þetta er orðið galið hvernig hræðsluáróðri er haldið að okkur dag hvern og í fjölmiðlum.“
Anna nokkur er hins vegar ósammála. „Omicron er mildari og sýnt þykir að það leiði til helmingi færri sjúkrahúsinnlagna (að mig minnir 1% fremur en 2%). Það eru jákvæðu fréttirnar. En omicron er margfalt smitnæmari en delta sem þýðir að fari það um eins og eldur í sinu mun sjúkrahúsinnlögnum snarfjölga. Það eru neikvæðu fréttirnar. Fólk verður að nota á sér toppstykkið.“
Vernharður kemur með góðan punkt. „Allt rétt en það má þó benda á að dauðsföll eru tiltölulega fá sem hlutfall smitaðra meðan heilbrigðiskerfið annar faraldrinum en ef farið er yfir þolmörk þess þá getur orðið margföldun í fjölda dauðsfalla.“