Laugardagur 4. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Kristinn segir blaðamenn verða standa í lappirnar: „Þor og kjark að horfast í augu við skrímslið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta starfsfólk var kært fyrir eitthvað sem við vitum ekki enn þá hvað. Þetta er ákveðinn vandi; löggjafinn hefur ekki enn veitt okkur vernd fyrir svona ásókn. Seðlabankinn mun að sjálfsögðu standa straum af málskostnaði vegna þessara mála. En ég er mjög ósáttur við þetta, að þessar kærur hafi ekki verið afgreiddar og það hafi ekki verið gengið frá þessu. Og ég er mjög ósáttur við þennan anga af þessu Samherjamáli: Að farið hafi verið svona persónulega á eftir þessu fólki,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri um lögsókn Samherja á hendur fimm starfsmönnum bankans vegna rannsóknar bankans á Seðlabankamáli Samherja.

Ásgeir kallar eftir aukinni vernd til handa opinberum starfsmönnum af hendi löggjafans. „Við höfum beðið um þetta til að vernda opinbera starfsmenn og embættismenn gegn svona atlögum. Fólk sem ekki hefur lent í þessu veit ekki hvernig það er að verða fyrir þessu.”

Lagaákvæðið fæli í sér að ekki væri unnt að draga embættismenn til persónulegrar ábyrgðar og skaðabótaskyldu fyrir að gegna skyldustörfum sínum við rannsóknir á eftirliti. til dæmi sá meintum efnahagsbrotum.”

Fjölmiðlum misbeitt gegndarlaust

Kristinn Hrafnsson, blaðamaður og ritstjóri, skrifar pistil á samfélagsmiðla, og tekur undir með Ásgeiri. Þar segir meðal annars: „Hér er fjömiðlum misbeitt gengdarlaust fyrir sérhagsmuni peningavaldsins og milljörðum varið í því skyni. Ef blaðamenn standa í lappirnar og benda á misfellur, spillingu og meinta glæpi er vaðið í fjölmiðilinn og blaðamenn með offorsi. Einstaka blaðamenn verða fyrir stöðugum ögrunum með duldum hótunum, þeir eru hundeltir, ófrægðir og það er setið um heimili þeirra,” segir Kristinn.

Hann líkir stöðunni á Íslandi við austrið í Rússlandi. Þeir sem gagnrýni Pótemkintjöld lýðræðisins og kerfislæga spillingu séu hundeltir og sumir drepnir. Andstaða gegn valdinu eigi erfitt uppdráttar og upplýsingar til almennings séu mikið til einhliða áróður.

- Auglýsing -

„Andstaða gegn valdinu á erfitt uppdráttar og upplýsingar til almennings eru mikið til einhliða áróður. Það er engin grímuskylda á misnotkunina – hún er grímulaus og öllum sjáanleg sem hafa uppburði í sér til að snúa hausnum í rétta átt og hafa þor og kjark til að horfast í augu við skrímslið.“

Brynjar ósammála

Brynjar Níelsson er aftur á móti á annarri línu en þeir Ásgeir og Kristinn eins og sjá í færslu sem einnig birtist á samfélgsmiðlum. Hann segir að þrátt fyrir að hafa mætur á seðlabankastjóra sé hann honum ósammála um að „embættismenn þurfa einhverja sérstaka vernd í lögum, umfram sem nú er, til að verja þá fyrir vondu ríku körlunum.”

- Auglýsing -

„Embættismönnum er falið mikilvægt vald sem getur haft veruleg áhrif á líf, heilsu og afkomu okkar allra. Slíkt vald er vandmeðfarið. Eina vörn borgarana er réttarvörslukerfið og dómstólar ef þeir telja stjórnvöld misfara með valdið.

Við erum fyrst í vondum málum ef undanskilja á embættismenn ábyrgð eða koma í veg fyrir að almenningur og félög geti leitað réttar síns gagnvart valdinu. Öll eigum við rétt hvort sem við erum fátæk eða rík eða tengjumst einhverjum hagsmunum,” skrifar Brynjar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -