Fimmtudagur 12. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Kristinn segir brot Harðar ritstjóra skýr: „Hrollvekjandi og ótrúlegt að sjá frá blaðamanni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Markaðurinn er sumum kirkja og trúin á markaðinn skilyrðislaus. Í þessari trú er ekkert gott eða illt; aðeins gróði eða tap. Þar eru engin siðferðisleg viðmið,“ segir blaðamaðurinn Kristinn Hrafnsson og vísar meðal annars til fréttar Mannlífs um hlutabréfaeign ritstjóra Markaðarins, Harðar Ægissonar.

Og Kristinn heldur ótrauður áfram:

„Sú afstaða sem hér birtist er hrollvekjandi og ótrúlegt að sjá þetta frá blaðamanni. Upplýst hefur verið að viðkomandi hefur nærri tuttugu sinnum á þessu ári skrifað um fyrirtæki þar sem hann á allverulegra hagsmuna að gæta. Þess utan hefur hann rætt við fulltrúa þessa fyrirtækja í þáttum.“

Kristinn segir að „þetta virðist eins skýrt brot á 5. siðareglu BÍ og hugsast getur – „Blaðamaður varast að lenda í hagsmunaágreiningi, til dæmis með því að flytja fréttir eða frásagnir af fyrirtækjum eða hagsmunasamtökum þar sem hann á sjálfur aðild“ og bætir þessu við:

„Það kann að vera erfitt að forðast alla umfjöllun þar sem einhverjir hagsmunir blaðamanns kunna að vera undir. Þegar slíkt er óumflýjanlegt er lágmark að menn bendi á þá nuddfleti í hvert sinn eða í það minnsta með almennri hagsmunaskráningu“ og að „blaðamenn geta ekki smokrað sér undan því að taka á þessu máli innan sinna raða; svo mikið prinsippmál er hér á ferðinni.“

Kristinn telur að „virðing stéttarinnar er undir og í raun og sanni eiga allir blaðamenn aðild að þessu siðanefndarmáli með vísan til fyrstu greinar: „Blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir stétt sína eða stéttarfélag“ og nefnir að

- Auglýsing -

„þetta þarf að ræða og afgreiða – helst án þess að það endi í skotgrafarhernaði eða persónuárásum,“ segir Kristinn að lokum í færslu á samfélagsmiðli.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -