Föstudagur 25. október, 2024
0.4 C
Reykjavik

Kristján Eiríksson er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristján Ei­ríks­son, fyrrverandi skipstjóri lést 2. desember sl. 72 ára að aldri. Útför hans fór fram í kyrrþey. Kristján var lengst af starfsævi sinni stýrimaður, skipstjóri á Sléttanesi ÍS og um tíma útgerðarstjóri á Þingeyri. Tilkynning um andlát hans og minningargreinar birtist í Morgunblaðinu í dag.

Kristján fædd­ist í Reykja­vík 4. apríl 1951. For­eldr­ar hans voru Ei­rík­ur Þorgríms­son og Guðlaug Kristjáns­dótt­ir. Eft­ir­lif­andi eiginkona Kristjáns er Bergþóra Ann­as­dótt­ir. Þau eignuðust þrjú börn.

Kristján stundaði sjó­mennsku í 30 ár. Fyrsta skips­rúmið var um borð í Sig­urði ÍS. Hann var fyrsti stýri­maður á togarnum Dagrúnu ÍS 9 frá árinu 1975 til 1983 þegar hann var ráðinn fyrsti stýri­maður og af­leys­inga­skip­stjóri á Slétta­nesi ÍS 808 á Þingeyri. Um tíma var hann útgerðarstjóri. Hann bjó ásamt fjölskyldu sinni á Þingeyri til ársins 1997 þegar fjölskyldan flutti suður og hann hóf störf  Starfs­ferli í Húsa­smiðjunni í Reykja­vík.

Kristján var félagslyndur og lagði samfélaginu á Þingeyri til margt gott. Hann ásamt fleirum stofnaði golf­klúbb­inn Glámu í Dýraf­irði. Þá fékk hann skíðakenn­ara til að kenna börn­um á Þing­eyri á sín­um tíma. Hann var glaðlyndur og naut vinsælda í samfélagi sínu.

Seinustu æviár sín glímdi Kristján við afleiðingar heilablóðfalls sem hann fékk árið 2004. Hann lamaðist við áfallið.

Mannlíf vottar fjölskyldu Kristjáns samúð vegna fráfalls hans og þakkar samleiðina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -