Í upphafi árs 2019 gerði Kristján Vilhelmsson, þá stærsti hluthafi Samherja, tilraun til að láta svipta Helga Seljan þeim Edduverðlaunum sem hann hafði hlotið. Helgi hafði verið kosinn af almenningi sem Besti sjónvarpsmaður Íslands á árunum 2016 til 2017.
Stundin greinir frá þessu. Þetta er enn eitt dæmið um klúðurslega árás Samherjamanna gegn Helga. Kristján óskaði þessa í tölvupósti til Auðar Elísabetar Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, sem veitir Edduverðlaunin ár hvert, þann 17. janúar árið 2019.
Þetta er að sögn Stundarinnar eina tilvikið þar sem farið hefur verið fram á að Íslendingur verði sviptur Eddu. Kristján er sagður hafa talið umfjöllun Helga um Samherja í Seðlabankamálinu svokallaða ástæðu fyrir því að hann yrði sviptur Eddunni.