Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Kristján Loftsson kveður goðsögn: Mikið lán að hafa átt sam­leið með Rabba. Hann kveður okk­ur nú.

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rafn Magnús­son vél­fræðing­ur fædd­ist 25. febr. 1932 á Þránd­ar­stöðum í Kjós. Hann lést 15. febr. 2021 á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Ísa­fold í Garðabæ. 26. des­em­ber 1954 gift­ist Rafn eft­ir­lif­andi eig­in­konu sinni, Evu Guðmunds­dótt­ur frá Eystri-Mó­hús­um á Stokks­eyri. Eva og Rafn eignuðust þrjú börn, þau Vil­borgu, Krist­inn og Elsu.

Rafn eða Rabbi eins og hann var oft kallaður er hálfgerð þjóðsagnapersóna í sögu hvalveiða hér á landi. Það má segja að að veiðar á þessum skepnum hafi verið Rafni í blóð borið, fæddur og uppalinn í Hvalfirði. Og Rabbi og Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, voru bestu vinir og fylgdust lengi að. Á Hval 1 sumarið 1956 var Rabbi vélstjóri. Kristján var messi, aðeins 13 ára í sínum fyrsta túr og sá var hún ekki hár í loftinu. Hvalveiðar hafa því fylgt þessum tveimur mönnum stærstan hluta lífsins.

Rabbi starfaði hjá Hvali hf. yfir sumarið, frá árinu 1954 og var á veiðum heil sautján sumur. Þá fannst honum tími til kominn að hætta að stíga ölduna og fór í land og var einn starfsmanna í hvalveiðistöðinni í Hvalfirði. Þó tók við nokkurt hlé, en þá vantaði hann gamla vin, Kristján Loftsson, vaktmann, til að hafa augu með hvalveiðibátunum.

Hvalveiðar voru því stór hluti af lífi Rafns. Í samtali við Morgunblaðið í október 2002 sagði hann:

„Þetta var voðalegt fútt meðan þetta var af fullum krafti. Það var unnið allan sólarhringinn og aldrei stoppað.“

- Auglýsing -

Rafn var vélstjóri á hvalveiðiskipunum í 17 ár eða frá árinu 1954 til 1970. Árið 1990 varð hann svo vaktmaður skipanna, þar sem Hvalur 6,7,8 og 9 lágu við bryggju. Þá hafði Hvalur 1,2,3,4 verið grandað, enda gömul og úrelt skip en hvalur 5 endaði á safni í Þýskalandi.

Hvalfjörður hafði mótandi áhrif

Rafn ólst upp í Hvammsvík en hug­ur­inn stefndi til að vinna með vél­ar. Í minningargrein Morgunblaðsins segir að ekki sé ólík­legt að nánd við vél­búnað setuliðsins í Hval­f­irði hafi mótað þann áhuga.

Rafn var yfirvélstjóri hjá Hvali en færði sig árin 1970 til 71 í ál­ver­ið í Straums­vík. Rafn hóf störf sem smíða- og suðukenn­ari við Vél­skóla Íslands 1971 og starfaði við það þar til hann hætti störf­um árið 2001. Frá 1974 var Rafn stöðvar­stjóri í hval­stöðinni í Hval­f­irði á sumr­in. . Árið 2008 fékk Rafn heiðurs­merki sjó­mannadags­ráðs fyr­ir störf sín.

- Auglýsing -

Forðast fjölmiðla

Faðir Kristjáns Loftssonar var einn þeirra sem stofnuðu Hval. Í viðtali sagði Kristján:

„Svo vann ég þarna og hef nú eiginlega hvergi verið annarstaðar en þar.“

Kristján er ekki aðeins forstjóri Hvals held­ur einnig aðaleigandi HB Granda. Þá á hann hlut í og situr í stjórnum ýmissa annarra félaga sem flest tengjast innbyrðis.

Kristján forðast helst fjölmiðla og veitir sjaldan viðtöl. Í nærmynd DV sagði að Kristján væri gjafmildur og góðhjartaður og þekktur fyrir að ausa fé til góðgerðafélaga án þess að gorta af því á opinberum vettvangi.

Þekkst frá unga aldri

Kristján hefur þekkt Rafn eða Rabba eins og þeir kölluðu hann ævinlega. Kynni þeirra ná langt aftur eða til ársins 1956. Rabbi er þá annar vélstjóri á Hval 1. Kristján Loftsson er messi, aðeins 13 ára gamall. Þetta er hans fyrsta frumraun til sjós. Hvalveiðar hafa fylgt Kristjáni í kringum 70 ár. Kristján segir:

„Næst vor­um við skips­fé­lag­ar á Hval 2 og Hval 7 sam­tals í fjór­ar hval­vertíðir, ég sem há­seti og Rabbi vél­stjóri.

Rabbi sagði mér að aðdrag­andi þess að hann réðst til Hval hf. var að skóla­bróðir hans í Vél­skól­an­um bað hann að leysa sig af í hálf­an mánuð í byrj­un hval­vertíðar 1954 sem 3. vél­stjóri á Hval 2.“

Umsvif minnkuðu

Rabbi var alla vertíðina og gott bet­ur hjá Hval hf. Starfaði hann á hinum ýmsu bátum Hvals þar til hann hætti á sjó árið 1970. Hann leysti þó af við og við ef mann vantaði á bát. Kristján Loftsson segir:

„Öll um­svif hjá Hval hf. minnkuðu auðvitað veru­lega er hval­veiðar hættu eft­ir vertíðina 1989 er hið svo­nefnda hval­veiðibann tók gildi. Áfram varð að líta eft­ir skip­un­um og sjá til þess að allt væri í lagi um borð. Fólst það m.a. í að snúa aðal­vél­inni og smyrja hana reglu­lega og margt fleira,“ segir Kristján.

Rabbi þekkti manna best hvern krók og kima í hval­bát­un­um svo hér var ekki kot vísað. Natni, vand­virkni og snyrti­mennska var Rabba í blóð bor­in er kom að eft­ir­liti og því sem þurfti að gera svo skip­in yrðu klár í slag­inn er kallið kæmi,“ Kristján og heldur áfram:

„Er það svo loks gerðist 2006 er Hval­ur 9 fór í stutta vertíð í lok sum­ars og veiddi sjö langreyðar, þá var skip og vél­búnaður í eins góðu ástandi og maður gat best á kosið eft­ir að hafa legið í Reykja­vík­ur­höfn síðan haustið 1989. Sam­visku­semi Rabba sýndi sig hér áþreif­an­lega.“

Rabbi hætti hjá Hval hf. Að eigin ósk sögum aldurs í lok árs 2006. Hann var þá 74 ára.

„Kom hann oft í kaffi til að ræða mál­in eins og geng­ur og ger­ist. […] Það var mikið lán fyr­ir Hval hf. að hafa fengið mann eins og Rabba til starfa hjá fé­lag­inu, mann sem kunni sitt fag og var úrræðagóður ef eitt­hvað bjátaði á,“ segir Kristján og bætir við:

„Þegar ég hugsa til baka þá var ég nú ekki hár í loft­inu 13 ára á Hval 1 en þar um borð var ein­vala áhöfn og marg­ir þeirra störfuðu hjá fyr­ir­tæk­inu í ára­tugi eins og Rabbi, enda leið mér vel þar og síðar til sjós með þeim,“ segir Kristján.

Góður vinur kvaddur

„Það hef­ur verið mikið lán fyr­ir mig per­sónu­lega að hafa átt sam­leið með Rabba í nær 65 ár er hann kveður okk­ur nú. Hann kenndi mér margt um gufu­vél­ar en þær þekkti hann eins og lóf­ana sína,“ segir Kristján um sinn gamla vin.

„Að leiðarlok­um vil ég fyr­ir mína hönd og fjöl­skyldu minn­ar senda Evu og fjöl­skyldu okk­ar inni­leg­ustu samúðarkveðjur.“

Útför Rafns fór fram frá Vídalíns­kirkju í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -