Föstudagur 29. nóvember, 2024
-10.2 C
Reykjavik

Kristján Þór gerir allt brjálað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristján Þór Júlíusson, ráðherra sjávarútvegs og landsbúnaðar, hefur bókstaflega hleypt öllu í bál og brand með ummælum sínum um að sauðfjárbændur stundi starf sitt af áhugamennsku. Um allt land er ráðherranum úthúðað fyrir taktleysi og áhugaleysi á einni mikilvægustu starfsgrein Íslendinga.

Fyrir var Kristján í ímyndarkreppu vegna Samherja og tengsla sinna við frændur sína og vini þar. Andstæðingar hans hafa skilgreint hann sem ráðherra Samherja og sjálfir hafa Samherjamenn lýst honum sem vini. Kristján hefur ekkert látið uppi um áform sín í komandi kosningum en talið er að eftir nýjasta útspilið sé sjálfhætt hjá honum.

Meðal þeirra sem nefndir eru sem arftakar er Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sem að vísu lenti í ógöngum eftir að hafa sýnt höfuðborgarbúum hroka í tengslum við Covidsmit. Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri á Húsavík, hefur einnig verið nefndur sem þingmannsefni en hann á í vanda heima fyrir þar sem kreppa hruninnar stóriðju bítur fast …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -