Sveitarstjórinn í Norðurþingi, Kristján Þór Magnússon, hefur ekki enn ákveðið sig hvort hann hyggist bjóða sig sem oddvita Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum.
Mannlíf ræddi nýlega við Kristján Þór sem sagði þá að „ég er kominn aftur til starfa, eftir veikindaleyfi sem lauk í enda nóvember. Ég nýtti mér ótekið sumarorlof í desember til áramóta.“ Einnig sagði hann þá aðspurður að hann sé „búinn að ná mér vel af veikindum og er mjög ánægður með að vera kominn til baka. Hlakka til næstu mánaða.“
Nú er smám saman að koma í ljós hverjir ætla að bjóða sig fram á nýjan leik í komandi sveitarstjórnarkosningum í vor, og líka hverjir ætla ekki að bjóða sig aftur fram.
Kristján Þór er í þriðja hópnum – skipaður þeim sem ekki hafa ákveðið sig; hann hefur ekki gert upp hug sinn varðandi áframhaldandi framboð í vor og hann tjáði Mannlífi nú áðan:
„Ég ligg undir feldi. Á von á því að taka endanlega afstöðu til þessara mála í næstu viku.“