Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Kristjón leitar að tík sonar síns: „Syni mínum líður ömurlega og er í sárum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Sjaldan hef ég orðið vitni að annarri eins illsku,“ skrifar Kristjón Kormákur Guðjónsson ritstjóri frettabladid.is og hringbraut.is, en hann biðlar til vina sinna, fjölskyldu og annarra um að hjálpa honum að finna hund Gabríel sonar hans.

Mynd / Skjáskot Facebook

Upphaf málsins má rekja til þess að Í júlí 2018 eignaðist sonur hans hundinn Flóru, sem hann fékk fyrir að passa börn hundaræktanda, sem þá bjó á Austurlandi. „Konan leit svo á að Flóra væri „gölluð“ og ekki hægt að rækta undan henni,“ segir Kristjón, en segir hana síðar hafa skipt um skoðun og hún gert samning við Gabríel um að fá tvö got.

„Sonur minn, sem er einhverfur, hafði tekist á við ýmis áföll í lífinu og var Flóra alltaf til staðar og þau byggt hvort annað upp. Samband þeirra er virkilega fallegt,“ segir Kristjón, en vegna húsnæðisaðstæðna sonarins, sem bjó erlendis um tíma fékk hundurinn að dvelja hjá hundaræktandanum.

Í síðasta mánuði var sonurinn kominn með húsnæði þar sem hundahald er leyft og óskaði eftir að fá hundinn til baka. Segir Kristjón konuna hafa viljað hafa hundinn yfir sumarið og rækta undan henni og eiga hana, en vildi gefa syninum annan hvold. Hann neitaði og vildi fá sinn Flóru, sinn hund.

Fyrir um tveimur vikum sendi Gabríel skilaboð til konunnar og kvaðst ætla að koma akandi og ná í sinn besta vin, það væri betra fyrir Flóru en að senda hana með flugi til Reykjavíkur. Konan svaraði með því að senda skilaboð:

„Flóra varð fyrir bíl í morgun, hundagirðingin fauk aðeins til í rokinu í morgun og þau sluppu öll út, það var keyrt á FLóru, ég brunaði með hanna til dýralæknis en hún dó hjá dýralæknum. Ömurlegt, ég er alveg í rusli yfir þessu.“

- Auglýsing -

Ótrúverðugt í ljósi fyrri samskipta

Kristjón fannst skilaboð konunnar ótrúverðug, og segist hafa hringt í alla dýralækna á Akureyri og á Húsavík og víðar, en enginn kannaðist við að hafa fengið smáhund inn á borð til sín eða sögu í þessa veru. Sama var með lögreglu á svæðinu. Konan sagðist hafa farið með vottorð frá dýralækni til tryggingafélags síns, en neitaði að sýna vottorðið eða gefa upplýsingar um hvaða dýralæknir hefði gefið út vottorðið.

Á örmerki er Flóra enn skráð lifandi en týnd og Gabríel er skráður eigandi.

- Auglýsing -

„Svör hennar eru oft á tíðum yfirgengileg og dónaleg og ég hlífi ykkur við að birta skjáskot af furðulegum útskýringum hennar,“ segir Kristjón, en feðgarnir keyrðu til heimilis konunnar úti á landi þar sem þeir fengu búr Flóru og leikföng, en hún vildi engar upplýsingar gefa um afdrif hundsins eða svara spurningum feðganna.

„Við höfum því enga staðfestingu á að Flóra hafi orðið fyrir bíl,“ segir Kristjón. „Það er allt bogið við þetta. Bæði atburðarásina og svörin. Eins og staðan er núna er Flóra einfaldlega týnd. Við feðgar óskum eftir hjálp til að leysa þetta mál. Annað hvort til að sonur minn geti fengið dýrið sem hann elskar út á lífinu eða hann geti syrgt hana Flóru litlu. Syni mínum líður ömurlega og er í sárum og sveiflast á milli þess að syrgja hundinn eða vona að Flóra sé á lífi.“

Mannlíf leitaði eftir svörum frá konunni, sem vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið.

Uppfært 22.30
Sjá einnig: Hundaræktandinn tjáir sig: „Markvisst að nota samfélagsmiðla í opinbera aftöku“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -