Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

„Kristrún er auðvitað að gera tilraun til að breyta flokknum, en það er ótrúlegt sundurlyndi þarna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dáðadrengurinn Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það klárt að hann muni ekki „taka þátt í prófkjöri aftur, get bara sagt fólki það.“

Einnig sagði Brynjar að smáflokkur í ríkisstjórnarsamstarfinu, VG, hefði alltof mikil völd; að íslenska stjórnmálamenn skorti þrek og kjark til að gera eitthvað; vitandi að fullt af fólki muni garga á þau.

Ríkisstjórn Íslands 2024.

Áðurnefndur Brynjar var viðmælandi hjá Þórarni Hjartarsyni í hlaðvarpinu Ein pæling.

„Við þurfum að leysa flóttamannavandann, öðruvísi en bara að taka við fólki alls staðar að, þar sem er eitthvað vesen. Við þurfum að leysa vandann á heimavelli. Við getum ekki bara skipt um þjóðir í Evrópu sí svona,“ sagði Brynjar.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst lægri í könnunum í sögunni á undanförnum misserum og er fylgi hans og Miðflokksins ekki ósvipað í dag. Bynjar segist ekki vita það hvað eigi að gera til að koma í veg fyrir að Miðflokkurinn hreinlega rasskelli Sjálfstæðisflokkinn, í næstu kosningum.

- Auglýsing -

Og Brynjar færir í tal að margir Sjálfstæðismenn séu ánægðir með málflutning Miðflokksins, í það minnsta að einhverju leyti:

„Vandinn er að Sjálfstæðismenn eru í samstarfi, það er vandamálið. Sjálfstæðismenn geta bara því miður ekki tjáð sig eins og Sigmundur gerir. Annars eru þeir sammála að mörgu leyti.“

„Við fórum í þessa vegferð, og hún gerir marga Sjálfstæðismenn óánægða, eðlilega.“ Samstarfið hafi kostað flokkinn fylgi, þrátt fyrir þann árangur sem náðst hefur síðusta áratuginn sem flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn.“

- Auglýsing -
Jódís og Katrín úr VG.
Ljósmynd: Facebook

Brynjar segir VG til hróss að vel hafi verið hægt að vinna með þeim í ríkisstjórninni á árunum 2017 til 2021; þau hafi verið yfirburðarfólk af vinstri vængnum:

„Miðað við aðra vinstri flokka fannst mér þau bera af,“ sagði Brynjar. Hann skilur ekki af hverju fylgið er komið niður í þrjú prósent á meðan, til dæmis Píratar, séu í níu prósentum; svo ekki sé talað um fylgið hjá Samfylkingarinnar, sem að mati Brynjars er flokkur í fullkominni upplausn.

Kristrún Frostadóttir og Mette Frederiksen á góðri stundu.

„Kristrún er auðvitað að gera tilraun til að breyta flokknum, en það er ótrúlegt sundurlyndi þarna; maður veit ekkert hvernig það endar.“

Brynjar segir að Samfylkingin sé í upplausn; telur að mikil átök verði á næsta landsfundi flokksins; að margir flokksmenn muni mótmæla nýjum áherslum flokksins í til dæmis útlendingamálum.

Þórunn Sveinbjarnardóttir.

Brynjar er á því að Samfylkingin megi vera fegin við að losna við fólk í flokknum – sem hefur verið mest „woke“ – eða lengst til vinstri; fólk sem hefur verið að týnast úr flokknum nýverið:

„En málið er að það er fullt af fólki sem ætlar bara ekkert að fara. Fólk sem ætlar að djöflast í þessu. Ég á eftir að sjá Þórunni Sveinbjarnar, Oddnýu Harðardóttur, Helgu Völu og þetta fólk fara,“ sagði Brynjar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -