Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill ekkert tjá sig um styrkjamál Flokks fólksins og þá afstöðu Ingu Sæland formanns að vilja ekki endurgreiða þær 240 milljónir sem flokkurinn hefur fengið í gegnum tíðina þrátt fyrir að vera ólöglega skráður.
Morgunblaðið spurði Kristrúnu út í málið eftir ríisstjórnarfund en hún sagðist þurfa að kynna sér málið. Inga Sæland hefur brugðist illa við fréttum af málinu og þvertekur fyrir að endurgreiða illa fengna styrki. Hún hefur lýst því að um sé að ræða falsfréttir og illa þenkjandi fjölmiðla.